Fótbolti

Alanyaspor staðfestir komu Rúnars Alex

Valur Páll Eiríksson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson ásamt umboðsmanni sínum Magnúsi Agnari Magnússyni með treyju Alanyaspor.
Rúnar Alex Rúnarsson ásamt umboðsmanni sínum Magnúsi Agnari Magnússyni með treyju Alanyaspor. Twitter/@totalfl

Rúnar Alex Rúnarsson hefur gengið frá lánssamningi við Alanyaspor í Tyrklandi. Hann kemur á láni frá Arsenal á Englandi.

Skiptin hafa legið í loftinu en gengið var endanlega frá þeim í kvöld. Rúnar Alex var ekki inni í myndinni hjá Arsenal sem fékk bandaríska markvörðinn Matt Turner frá New England Revolution í sumar til að vera annar í röðinni á eftir aðalmarkverðinum Aaron Ramsdale.

Rúnar var á láni hjá OH Leuven í belgísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en fer nú aftur á lán frá Arsenal.

Alanyaspor lenti í 5. sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina á þessari leiktíð. Liðið fékk á sig fimm mörk í fyrstu tveimur leikjunum og vonast eflaust eftir að Rúnari Alex gangi betur að læsa rammanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.