Ásdís Karen: Pétur sagði að þreyta væri bara í hausnum á okkur Andri Már Eggertsson skrifar 12. ágúst 2022 22:02 Ásdís Karen lagði upp mark í kvöld Vísir/Diego Valur tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikarsins eftir 1-3 sigur á Stjörnunni. Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals, var afar ánægð með fyrri hálfleik liðsins. „Mér fannst samvinnan í liðinu frábær. Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik sem kláraði leikinn en það var þó hellings vinna eftir í síðari hálfleik,“ sagði Ásdís Karen ánægð með mörkin þjú í fyrri hálfleik. Leikurinn fór rólega af stað en Ásdís var ánægð með fyrsta markið sem kom Val í gang. „Stundum þarf maður heppnis mark til að komast í gang og það var raunin í þessum leik.“ Ásdís hefði viljað sjá Val halda betur í boltann í síðari hálfleik en var ánægð með varnarleikinn þrátt fyrir að hafa fengið á sig eitt mark. „Mér fannst við halda skipulaginu í vörninni sem við vildum gera. Ég hefði viljað sjá okkur halda aðeins betur í boltann en síðari hálfleikur var mjög flottur.“ Það er spilað þétt þessa dagana og var seinasti leikur liðanna á þriðjudaginn. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, gaf lítið fyrir þá afsökun. „Ég fann ekki fyrir neinni þreytu. Pétur sagði við okkur að þreyta væri bara í hausnum á okkur þannig við pældum ekkert í því.“ Ásdís var að lokum spurð hvort hún vildi frekar mæta Selfossi eða Breiðabliki í bikarúrslitum. „Mér er alveg sama hvaða lið við fáum í úrslitum. Það er gaman að vera komin á Laugardalsvöll og við ætlum að taka bikarinn,“ sagði Ásdís að lokum. Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Sjá meira
„Mér fannst samvinnan í liðinu frábær. Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik sem kláraði leikinn en það var þó hellings vinna eftir í síðari hálfleik,“ sagði Ásdís Karen ánægð með mörkin þjú í fyrri hálfleik. Leikurinn fór rólega af stað en Ásdís var ánægð með fyrsta markið sem kom Val í gang. „Stundum þarf maður heppnis mark til að komast í gang og það var raunin í þessum leik.“ Ásdís hefði viljað sjá Val halda betur í boltann í síðari hálfleik en var ánægð með varnarleikinn þrátt fyrir að hafa fengið á sig eitt mark. „Mér fannst við halda skipulaginu í vörninni sem við vildum gera. Ég hefði viljað sjá okkur halda aðeins betur í boltann en síðari hálfleikur var mjög flottur.“ Það er spilað þétt þessa dagana og var seinasti leikur liðanna á þriðjudaginn. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, gaf lítið fyrir þá afsökun. „Ég fann ekki fyrir neinni þreytu. Pétur sagði við okkur að þreyta væri bara í hausnum á okkur þannig við pældum ekkert í því.“ Ásdís var að lokum spurð hvort hún vildi frekar mæta Selfossi eða Breiðabliki í bikarúrslitum. „Mér er alveg sama hvaða lið við fáum í úrslitum. Það er gaman að vera komin á Laugardalsvöll og við ætlum að taka bikarinn,“ sagði Ásdís að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Sjá meira