Fótbolti

Kristófer og félagar enn með fullt hús stiga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
SönderjyskE vann öruggan sigur í kvöld. Kristófer Ingi er hér til hægri.
SönderjyskE vann öruggan sigur í kvöld. Kristófer Ingi er hér til hægri. Twitter/@@SEfodbold

Kristófer Ingi Kristinsson og félagar hans í SønderjyskE eru enn með fullt hús stiga í dönsku B-deildinni eftir öruggan 0-3 útisigur gegn Hobro í kvöld.

Kristófer sat á varamannabekk SønderjyskE í leik kvöldsin og kom ekki við sögu, en liðið tók forystuna strax á sjöttu mínútu leiksins. 

Gestirnir bættu svo öðru marki við stuttu fyrir hálfleik og gulltryggðu öruggan 0-3 sigur með marki í upphafi síðari hálfleiks.

Liðið er nú með 12 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar. Kristófer og félagar deilda toppsætinu með Vejle, en eftir úrslit kvöldsins er SønderjyskE með betri markatölu og trónir því á toppi deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.