Ekki Bjarna Benediktssonar að segja vinnuaflinu hvað það á og hvað ekki Snorri Másson skrifar 10. ágúst 2022 19:31 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að þau átök sem verið hafi á milli hennar og Drífu Snædal fráfarandi formanns Alþýðusambandsins hafi verið pólitísk en ekki persónuleg. Hún gagnrýnir þá ummæli fjármálaráðherra um kjaraviðræður fram undan. Drífa sagði í dag að á köflum hafi það verið orðið óbærilegt að starfa með Sólveigu og Ragnari Þór, en Sólveig segir: „Mér finnst náttúrulega skringilegt að fara á þetta plan. Hún lætur þetta hljóma eins og ég og Ragnar Þór séum einhvern veginn gölluð eða með persónuleikabresti sem geri það að verkum að við séum öskrandi og að ráðast að henni. Það er náttúrulega augljóslega ekki svo.“ Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi Alþýðusambandsins í október, en þar hafa aðildarfélög þingfulltrúa eftir stærð félaganna. Efling og VR eru stærstu félögin innan sambandsins. „Það sem ég vona að gerist á þinginu í haust er það sem hefði átt að gerast 2018, að þær breyttu áherslur og sú endurnýjun sem hefur átt sér stað í hreyfingunni virkilega nái að skila sér alla leið. Staðreyndin er sú að það breyttist ekkert,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal hafi í staðinn ákveðið að framfylgja gömlu stefnu Gylfa Arnbjörnssonar áfram, stefnu stéttasamvinnu og SALEK-samninga. „Við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi kjaraviðræðurnar fram undan í viðtali við Stöð 2 í gær og sagði að það væri til dæmis ljóst að 10-11% hækkun væri ekki inni í myndinni. Sólveig segir þessa umræðu fáránlega, en að fyrirsjáanlegt sé að hún komi upp. Efling efndi til nokkurra verkfalla í aðdraganda síðustu samninga og Sólveig hefur sagt að ekki sé útilokað að til þess komi aftur nú. „Á þessum tímapunkti er þessi umræða einstaklega gróf og óþolandi vegna þess að verka- og láglaunafólk hefur séð það gerast að yfirstéttin í þessu samfélagi tekur til sín allt sem henni sýnist. Það er verka- og láglaunafólk sem hefur borið byrðarnar í gegnum faraldurinn og varð atvinnulaust, þurfti að standa sína plikt í umönnunarstörfum eins og láglaunakonurnar gerðu, og svo var húsnæðismarkaðurinn tekinn og afhentur eignastéttinni. Svo er það einfaldlega svo að launahækkanir sem um semst í kjarasamningum er það sem vinnuaflið á inni af hagvextinum. Það er ekki Bjarna Benediktssonar eða yfirstéttar þessa lands að segja vinnuaflinu hvað það eigi og hvað ekki. Við vitum hversu mikilvæg við erum og við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu, í baráttuham, og við munum ekki fara frá borðinu fyrr en við höfum náð að semja um það sem við sannarlega eigum inni.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Alþingi ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
Drífa sagði í dag að á köflum hafi það verið orðið óbærilegt að starfa með Sólveigu og Ragnari Þór, en Sólveig segir: „Mér finnst náttúrulega skringilegt að fara á þetta plan. Hún lætur þetta hljóma eins og ég og Ragnar Þór séum einhvern veginn gölluð eða með persónuleikabresti sem geri það að verkum að við séum öskrandi og að ráðast að henni. Það er náttúrulega augljóslega ekki svo.“ Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi Alþýðusambandsins í október, en þar hafa aðildarfélög þingfulltrúa eftir stærð félaganna. Efling og VR eru stærstu félögin innan sambandsins. „Það sem ég vona að gerist á þinginu í haust er það sem hefði átt að gerast 2018, að þær breyttu áherslur og sú endurnýjun sem hefur átt sér stað í hreyfingunni virkilega nái að skila sér alla leið. Staðreyndin er sú að það breyttist ekkert,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal hafi í staðinn ákveðið að framfylgja gömlu stefnu Gylfa Arnbjörnssonar áfram, stefnu stéttasamvinnu og SALEK-samninga. „Við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi kjaraviðræðurnar fram undan í viðtali við Stöð 2 í gær og sagði að það væri til dæmis ljóst að 10-11% hækkun væri ekki inni í myndinni. Sólveig segir þessa umræðu fáránlega, en að fyrirsjáanlegt sé að hún komi upp. Efling efndi til nokkurra verkfalla í aðdraganda síðustu samninga og Sólveig hefur sagt að ekki sé útilokað að til þess komi aftur nú. „Á þessum tímapunkti er þessi umræða einstaklega gróf og óþolandi vegna þess að verka- og láglaunafólk hefur séð það gerast að yfirstéttin í þessu samfélagi tekur til sín allt sem henni sýnist. Það er verka- og láglaunafólk sem hefur borið byrðarnar í gegnum faraldurinn og varð atvinnulaust, þurfti að standa sína plikt í umönnunarstörfum eins og láglaunakonurnar gerðu, og svo var húsnæðismarkaðurinn tekinn og afhentur eignastéttinni. Svo er það einfaldlega svo að launahækkanir sem um semst í kjarasamningum er það sem vinnuaflið á inni af hagvextinum. Það er ekki Bjarna Benediktssonar eða yfirstéttar þessa lands að segja vinnuaflinu hvað það eigi og hvað ekki. Við vitum hversu mikilvæg við erum og við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu, í baráttuham, og við munum ekki fara frá borðinu fyrr en við höfum náð að semja um það sem við sannarlega eigum inni.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Alþingi ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08