Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2025 16:25 Jónína Brynjólfsdóttir og Gerður Björk Sverrissdóttir gegna forystuhlutverki í tveimur sveitarfélögum sitt hvoru megin á landinu sem bæði hafa þegar farið í gegnum sameiningarferli. Vísir/Lýður Þvingaðar sameiningar sveitarfélaga eru ekki vænlegar til árangurs og óraunhæft að þær nái í gegn fyrir kosningar á næsta ári. Þetta segja leiðtogar sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu. Þar hafi vilji íbúa, góður undirbúningur og vönduð vinnubrögð skipt sköpum fyrir farsæla sameiningu. Í samráðsgátt stjórnvalda liggja frumvarpsdrög um breytingar á sveitarstjórnarlögum, þar sem meðal annars er gerð tillaga um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem hafa innan við 250 íbúa, nema sérstakar aðstæður mæli gegn því. Efasemdir ekki aðeins í þeim sveitarfélögum sem í hlut eiga Í átta af 62 sveitarfélögum landsins eru íbúar nú innan við 250 talsins. Áformin hafa verið umdeild í sumum þessara sveitarfélaga, Forystufólk stærri sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu er einnig efins. „Við sameinuðum Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp á síðasta ári. Bara virkilega farsæl og góð sameining sem almennt er bara mikil ánægja með hjá okkur,“ segir Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, en fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar í gær. „Almenn ánægja skiptir máli. Og ég held satt að segja, ef þú ferð í þvingaðar sameiningar, það býður upp á mörg vandamál og ég myndi ekki vilja stýra sveitarfélagi sem hefði þvingaða sameiningu á bakinu.“ Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi tekur í svipaðan streng. „Ég myndi nú ekki vilja standa í slíkum sameiningum. Það er mikilvægt að íbúar hafi það lýðræðislega vald að geta ákveðið hvernig þeirra sveitarfélagi er stillt upp og með hverjum maður starfar. Þannig ég hef miklar áhyggjur af því að ef að þetta frumvarp nái fram að ganga, að þá sitjum við uppi með mögulega sameinuð sveitarfélög sem vilja það kannski ekki,“ segir Jónína. Naumur tími til stefnu nái frumvarpið fram að ganga Frumvarpsdrögin gera einnig ráð fyrir að í þeim tilfellum sem við á eigi sameiningu að vera lokið við sveitarstjórnarkosningarnar strax á næsta ári. Þetta telja þær óraunhæfan tímaramma. „Ég held það sé bara að vanda þetta ferli. Taka lítil skref, eiga samtal við íbúana og undirbúa svolítið vel,“ segir Gerður. „Að sameina sveitarfélög er ekki gert bara eins og hendi væri veifað. Þetta eru stofnanir með ferla og áætlanir og starfsmenn, og það að undirbúa sameiningu er eitt það mikilvægasta í því að sameiningin lukkist,“ segir Jónína. Múlaþing Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda liggja frumvarpsdrög um breytingar á sveitarstjórnarlögum, þar sem meðal annars er gerð tillaga um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem hafa innan við 250 íbúa, nema sérstakar aðstæður mæli gegn því. Efasemdir ekki aðeins í þeim sveitarfélögum sem í hlut eiga Í átta af 62 sveitarfélögum landsins eru íbúar nú innan við 250 talsins. Áformin hafa verið umdeild í sumum þessara sveitarfélaga, Forystufólk stærri sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu er einnig efins. „Við sameinuðum Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp á síðasta ári. Bara virkilega farsæl og góð sameining sem almennt er bara mikil ánægja með hjá okkur,“ segir Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, en fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar í gær. „Almenn ánægja skiptir máli. Og ég held satt að segja, ef þú ferð í þvingaðar sameiningar, það býður upp á mörg vandamál og ég myndi ekki vilja stýra sveitarfélagi sem hefði þvingaða sameiningu á bakinu.“ Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi tekur í svipaðan streng. „Ég myndi nú ekki vilja standa í slíkum sameiningum. Það er mikilvægt að íbúar hafi það lýðræðislega vald að geta ákveðið hvernig þeirra sveitarfélagi er stillt upp og með hverjum maður starfar. Þannig ég hef miklar áhyggjur af því að ef að þetta frumvarp nái fram að ganga, að þá sitjum við uppi með mögulega sameinuð sveitarfélög sem vilja það kannski ekki,“ segir Jónína. Naumur tími til stefnu nái frumvarpið fram að ganga Frumvarpsdrögin gera einnig ráð fyrir að í þeim tilfellum sem við á eigi sameiningu að vera lokið við sveitarstjórnarkosningarnar strax á næsta ári. Þetta telja þær óraunhæfan tímaramma. „Ég held það sé bara að vanda þetta ferli. Taka lítil skref, eiga samtal við íbúana og undirbúa svolítið vel,“ segir Gerður. „Að sameina sveitarfélög er ekki gert bara eins og hendi væri veifað. Þetta eru stofnanir með ferla og áætlanir og starfsmenn, og það að undirbúa sameiningu er eitt það mikilvægasta í því að sameiningin lukkist,“ segir Jónína.
Múlaþing Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Sjá meira