Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2025 15:56 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsti sig vanhæfan til þess að rannsaka mál sem varðaði starfsmenn bæjarins vegna fjölskyldutengsla við einn þeirra. Sá kærði umfjöllun DV um málið til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hafnaði kæru starfsmanns Vestmannaeyjabæjar á hendur blaðamanni DV vegna umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans í bænum til þess að rannsaka mál starfsmannsins vegna fjölskyldutengsla. Bæjarstarfsmaðurinn kærði Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamann DV, til siðanefndarinnar vegna þriggja frétta sem fjölluðu um hæfi Arndísar Báru Ingimarsdóttur til þess að rannsaka kærumál gegn starfsmönnum bæjarins vegna fjölskyldutengsla hennar við einn þeirra. Af efni kærunnar má ráða að sá sem kærði til siðanefndar sé starfsmaðurinn sem tengdist lögreglustjóranum fjölskylduböndum en hann segist í kærunni hafa verið tekinn sérstaklega fyrir og nánast nafngreindur í umfjöllun DV. Þannig hafi verið vegið harkalega að mannorði hans og starfsheiðri að ósekju. Byggði kærandinn á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við sig eða vinnuveitanda sinn til þess að leita andstæðra sjónarmiða. Þannig hefði hann brotið gegn annarri grein siðareglna blaðamanna sem gerir ráð fyrir að þeir leiti andstæðra sjónarmiða þegar við á. Vísir hefur fjallað um kærumálið í Vestmannaeyjum en það snýst um meðferð bæjarins á innbúi látins manns. Hæfið umfjöllunarefnið, ekki meint brot starfsmannsins Ágúst Borgþór bar því við á móti að fréttirnar hefðu fyrst og fremst fjallað um hæfi lögreglustjórans til að rannsaka mál þar sem skyldmenni hans var á meðal kærðra, ekki um kærumálið sem slíkt. Það varðaði réttarfar í landinu og því hefði almenningur ríkan rétt á að fá upplýsingar um málið. Ekki hefði verið tilefni til þess að bera hæfi lögeglustjórans undir kærandann. Þá væru ásakanirnar í kærunni ekki þess eðlis að þær vægju harkalega að mannorði nokkurs. Þá byggði blaðamaðurinn á að ekki hefði verið bent á neinar rangfærslur í umfjölluninni. Siðanefndin féllst á þessi rök blaðamannsins. Meginviðfangsefni fréttanna hefði verið hæfi lögreglustjórans, ekki meint brot skyldmennins hans eða annarra starfsmanna bæjarins. Efni kærunnar hefði aðeins verið rakið til að gera grein fyrir samhengi umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans. Ekki hefði verið tilefni til að leita viðbragða kæranda eða vinnuveitanda hans en lögreglustjóranum hefði verið gefinn kostur á að svara spurningum um hæfi sitt. Þá hefði ekki verið bent á rangfærslur í umfjölluninni í kærunni. Því hafnaði nefndin því að Ágúst Borgþór hefði gerst brotlegur við siðareglur. Fjölmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Bæjarstarfsmaðurinn kærði Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamann DV, til siðanefndarinnar vegna þriggja frétta sem fjölluðu um hæfi Arndísar Báru Ingimarsdóttur til þess að rannsaka kærumál gegn starfsmönnum bæjarins vegna fjölskyldutengsla hennar við einn þeirra. Af efni kærunnar má ráða að sá sem kærði til siðanefndar sé starfsmaðurinn sem tengdist lögreglustjóranum fjölskylduböndum en hann segist í kærunni hafa verið tekinn sérstaklega fyrir og nánast nafngreindur í umfjöllun DV. Þannig hafi verið vegið harkalega að mannorði hans og starfsheiðri að ósekju. Byggði kærandinn á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við sig eða vinnuveitanda sinn til þess að leita andstæðra sjónarmiða. Þannig hefði hann brotið gegn annarri grein siðareglna blaðamanna sem gerir ráð fyrir að þeir leiti andstæðra sjónarmiða þegar við á. Vísir hefur fjallað um kærumálið í Vestmannaeyjum en það snýst um meðferð bæjarins á innbúi látins manns. Hæfið umfjöllunarefnið, ekki meint brot starfsmannsins Ágúst Borgþór bar því við á móti að fréttirnar hefðu fyrst og fremst fjallað um hæfi lögreglustjórans til að rannsaka mál þar sem skyldmenni hans var á meðal kærðra, ekki um kærumálið sem slíkt. Það varðaði réttarfar í landinu og því hefði almenningur ríkan rétt á að fá upplýsingar um málið. Ekki hefði verið tilefni til þess að bera hæfi lögeglustjórans undir kærandann. Þá væru ásakanirnar í kærunni ekki þess eðlis að þær vægju harkalega að mannorði nokkurs. Þá byggði blaðamaðurinn á að ekki hefði verið bent á neinar rangfærslur í umfjölluninni. Siðanefndin féllst á þessi rök blaðamannsins. Meginviðfangsefni fréttanna hefði verið hæfi lögreglustjórans, ekki meint brot skyldmennins hans eða annarra starfsmanna bæjarins. Efni kærunnar hefði aðeins verið rakið til að gera grein fyrir samhengi umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans. Ekki hefði verið tilefni til að leita viðbragða kæranda eða vinnuveitanda hans en lögreglustjóranum hefði verið gefinn kostur á að svara spurningum um hæfi sitt. Þá hefði ekki verið bent á rangfærslur í umfjölluninni í kærunni. Því hafnaði nefndin því að Ágúst Borgþór hefði gerst brotlegur við siðareglur.
Fjölmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira