Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2025 15:56 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsti sig vanhæfan til þess að rannsaka mál sem varðaði starfsmenn bæjarins vegna fjölskyldutengsla við einn þeirra. Sá kærði umfjöllun DV um málið til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hafnaði kæru starfsmanns Vestmannaeyjabæjar á hendur blaðamanni DV vegna umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans í bænum til þess að rannsaka mál starfsmannsins vegna fjölskyldutengsla. Bæjarstarfsmaðurinn kærði Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamann DV, til siðanefndarinnar vegna þriggja frétta sem fjölluðu um hæfi Arndísar Báru Ingimarsdóttur til þess að rannsaka kærumál gegn starfsmönnum bæjarins vegna fjölskyldutengsla hennar við einn þeirra. Af efni kærunnar má ráða að sá sem kærði til siðanefndar sé starfsmaðurinn sem tengdist lögreglustjóranum fjölskylduböndum en hann segist í kærunni hafa verið tekinn sérstaklega fyrir og nánast nafngreindur í umfjöllun DV. Þannig hafi verið vegið harkalega að mannorði hans og starfsheiðri að ósekju. Byggði kærandinn á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við sig eða vinnuveitanda sinn til þess að leita andstæðra sjónarmiða. Þannig hefði hann brotið gegn annarri grein siðareglna blaðamanna sem gerir ráð fyrir að þeir leiti andstæðra sjónarmiða þegar við á. Vísir hefur fjallað um kærumálið í Vestmannaeyjum en það snýst um meðferð bæjarins á innbúi látins manns. Hæfið umfjöllunarefnið, ekki meint brot starfsmannsins Ágúst Borgþór bar því við á móti að fréttirnar hefðu fyrst og fremst fjallað um hæfi lögreglustjórans til að rannsaka mál þar sem skyldmenni hans var á meðal kærðra, ekki um kærumálið sem slíkt. Það varðaði réttarfar í landinu og því hefði almenningur ríkan rétt á að fá upplýsingar um málið. Ekki hefði verið tilefni til þess að bera hæfi lögeglustjórans undir kærandann. Þá væru ásakanirnar í kærunni ekki þess eðlis að þær vægju harkalega að mannorði nokkurs. Þá byggði blaðamaðurinn á að ekki hefði verið bent á neinar rangfærslur í umfjölluninni. Siðanefndin féllst á þessi rök blaðamannsins. Meginviðfangsefni fréttanna hefði verið hæfi lögreglustjórans, ekki meint brot skyldmennins hans eða annarra starfsmanna bæjarins. Efni kærunnar hefði aðeins verið rakið til að gera grein fyrir samhengi umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans. Ekki hefði verið tilefni til að leita viðbragða kæranda eða vinnuveitanda hans en lögreglustjóranum hefði verið gefinn kostur á að svara spurningum um hæfi sitt. Þá hefði ekki verið bent á rangfærslur í umfjölluninni í kærunni. Því hafnaði nefndin því að Ágúst Borgþór hefði gerst brotlegur við siðareglur. Fjölmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Bæjarstarfsmaðurinn kærði Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamann DV, til siðanefndarinnar vegna þriggja frétta sem fjölluðu um hæfi Arndísar Báru Ingimarsdóttur til þess að rannsaka kærumál gegn starfsmönnum bæjarins vegna fjölskyldutengsla hennar við einn þeirra. Af efni kærunnar má ráða að sá sem kærði til siðanefndar sé starfsmaðurinn sem tengdist lögreglustjóranum fjölskylduböndum en hann segist í kærunni hafa verið tekinn sérstaklega fyrir og nánast nafngreindur í umfjöllun DV. Þannig hafi verið vegið harkalega að mannorði hans og starfsheiðri að ósekju. Byggði kærandinn á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við sig eða vinnuveitanda sinn til þess að leita andstæðra sjónarmiða. Þannig hefði hann brotið gegn annarri grein siðareglna blaðamanna sem gerir ráð fyrir að þeir leiti andstæðra sjónarmiða þegar við á. Vísir hefur fjallað um kærumálið í Vestmannaeyjum en það snýst um meðferð bæjarins á innbúi látins manns. Hæfið umfjöllunarefnið, ekki meint brot starfsmannsins Ágúst Borgþór bar því við á móti að fréttirnar hefðu fyrst og fremst fjallað um hæfi lögreglustjórans til að rannsaka mál þar sem skyldmenni hans var á meðal kærðra, ekki um kærumálið sem slíkt. Það varðaði réttarfar í landinu og því hefði almenningur ríkan rétt á að fá upplýsingar um málið. Ekki hefði verið tilefni til þess að bera hæfi lögeglustjórans undir kærandann. Þá væru ásakanirnar í kærunni ekki þess eðlis að þær vægju harkalega að mannorði nokkurs. Þá byggði blaðamaðurinn á að ekki hefði verið bent á neinar rangfærslur í umfjölluninni. Siðanefndin féllst á þessi rök blaðamannsins. Meginviðfangsefni fréttanna hefði verið hæfi lögreglustjórans, ekki meint brot skyldmennins hans eða annarra starfsmanna bæjarins. Efni kærunnar hefði aðeins verið rakið til að gera grein fyrir samhengi umfjöllunar um hæfi lögreglustjórans. Ekki hefði verið tilefni til að leita viðbragða kæranda eða vinnuveitanda hans en lögreglustjóranum hefði verið gefinn kostur á að svara spurningum um hæfi sitt. Þá hefði ekki verið bent á rangfærslur í umfjölluninni í kærunni. Því hafnaði nefndin því að Ágúst Borgþór hefði gerst brotlegur við siðareglur.
Fjölmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent