Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. október 2025 23:39 Sendiráð Venesúela í Ósló í Noregi. epa Yfirvöld í Venesúela hafa lokað sendiráði sínu í Ósló einungis nokkrum dögum eftir að stjórnarandstæðingurinn María Corina Machado hlaut friðarverðlaun Nóbels. Enginn rökstuðningur hefur verið veittur fyrir lokuninni. „Við höfum fengið tilkynningu frá sendiráði Venesúela að þau ætla að loka og enginn rökstuðningur hefur verið veittur fyrir ákvörðuninni,“ segir Cecilie Roang, talsmaður utanríkisráðuneytis Noregs, fyrr í dag. Sendiráðinu hafði verið lokað um morguninn og var starfsfólk hætt að svara símanum. Seinnipart mánudags var búið að aftengja símanúmerin. Á föstudag fyrir helgi tilkynnti norska Nóbelsnefndin að Machado hlyti hin virtu friðarverðlaun Nóbels fyrir sleitulausa baráttu sína fyrir lýðræði í Venesúela og fyrir að tryggja friðasamleg umskipti til lýðræðis frá einræði í Venesúela. Hún var leiðtogi stjórnarandstöðunnar þegar umdeildar forsetakosningar fóru þar fram á síðasta ári og var henni meinað að bjóða sig fram til forseta. Opinber kjörstjórn lýsti síðan yfir sigri Nicolás Maduro, sem stjórnarandstaðan mótmælti og sagði sig hafa unnið kosningarnar. Roang segir samkvæmt The Guardian að norskum yfirvöldum þyki það miður að sendiráðinu hafi verið lokað. „Þrátt fyrir ágreining um ýmis mál vill Noregur halda viðræðum gangandi við Venesúela og mun halda áfram að vinna í þá átt,“ sagði hún. Auk þess að loka sendiráðinu í Noregi hefur sendiráði Venesúela í Ástralíu einnig verið lokað. Í stað þess hyggjast þau opna ný sendiráð í Búrkína Fasó og Simbabve samkvæmt Reuters. Maudor sagði í yfirlýsingu að um væri að ræða nýja stefnumótun og endurúthlutun auðlinda. Venesúela Noregur Nóbelsverðlaun Simbabve Búrkína Fasó Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
„Við höfum fengið tilkynningu frá sendiráði Venesúela að þau ætla að loka og enginn rökstuðningur hefur verið veittur fyrir ákvörðuninni,“ segir Cecilie Roang, talsmaður utanríkisráðuneytis Noregs, fyrr í dag. Sendiráðinu hafði verið lokað um morguninn og var starfsfólk hætt að svara símanum. Seinnipart mánudags var búið að aftengja símanúmerin. Á föstudag fyrir helgi tilkynnti norska Nóbelsnefndin að Machado hlyti hin virtu friðarverðlaun Nóbels fyrir sleitulausa baráttu sína fyrir lýðræði í Venesúela og fyrir að tryggja friðasamleg umskipti til lýðræðis frá einræði í Venesúela. Hún var leiðtogi stjórnarandstöðunnar þegar umdeildar forsetakosningar fóru þar fram á síðasta ári og var henni meinað að bjóða sig fram til forseta. Opinber kjörstjórn lýsti síðan yfir sigri Nicolás Maduro, sem stjórnarandstaðan mótmælti og sagði sig hafa unnið kosningarnar. Roang segir samkvæmt The Guardian að norskum yfirvöldum þyki það miður að sendiráðinu hafi verið lokað. „Þrátt fyrir ágreining um ýmis mál vill Noregur halda viðræðum gangandi við Venesúela og mun halda áfram að vinna í þá átt,“ sagði hún. Auk þess að loka sendiráðinu í Noregi hefur sendiráði Venesúela í Ástralíu einnig verið lokað. Í stað þess hyggjast þau opna ný sendiráð í Búrkína Fasó og Simbabve samkvæmt Reuters. Maudor sagði í yfirlýsingu að um væri að ræða nýja stefnumótun og endurúthlutun auðlinda.
Venesúela Noregur Nóbelsverðlaun Simbabve Búrkína Fasó Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira