Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2025 14:29 Úr umhverfismati verkfræðistofunnar EFLU með tilliti til Sundabrúr eða Sundaganga. Við lagningu Sundabrautar eru brúarkostir töluvert hagkvæmari í framkvæmd og rekstri en göng og uppfylla markmið framkvæmdarinnar betur. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýútkominni umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg standa samanlagt að sex kynningarfundum vegna verkefnisins næstu vikurnar. Sundabraut er fyrirhuguð samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu milli Sæbrautar og Kjalarness sem verið hefur í umræðu og undirbúningi allt frá árinu 1975. Í umhverfismatinu sem telur á fimmta hundrað blaðsíður eru bornir saman tveir meginvalkostir við þverun Kleppsvíkur: Sundabrú og Sundagöng, auk þriggja valkosta fyrir legu brautarinnar í Gufunesi. Samantekt á skýrslunni má lesa hér. Þá eru mismunandi valkostir fyrir hæð og lengd Sundabrúar til skoðunar auk þess sem áhrif eru metin af ólíkum valkostum fyrir útfærslu gatnamóta á Sæbraut. Skýrslan greinir áhrif ólíkra leiða á umhverfi, samfélag og náttúru og mun verða grundvöllur ákvörðunar um leiðarval. Vegagerðin segir muninn í hnotskurn þennan: Sundabrú er hagkvæmari kostur í framkvæmd og rekstri og styður betur við gangandi og hjólandi vegfarendur, sem og almenningssamgöngur. Hún hefur meiri sjónræn áhrif og takmarkar siglingar um Sundahöfn. Brú tengir Grafarvog og hafnarsvæðið betur inn á stofnvegi. Hærri brú hefur meiri áhrif á ásýnd en tryggir siglingar stærri skipa. Lægri brú er hagkvæmari en hefur meiri áhrif á starfsemi í Sundahöfn. Sundagöng hafa minni áhrif á ásýnd og hafnarstarfsemi, en eru dýrari í framkvæmd og rekstri. Þau styðja síður við fjölbreytta ferðamáta. Auk þess er þörf á aðgerðum til að draga úr loftmengun við gangamunna. Göng tengja Grafarvog og hafnarsvæðið síður inn á stofnvegi. „Umhverfismatsskýrsla og kynning hennar er mikilvægur áfangi í undirbúningi og vali á milli ólíkra leiða við lagningu Sundabrautar. Spilar þar saman mat á áhrifum og hagkvæmni framkvæmdarinnar. Við hlökkum til uppbyggilegrar umræðu um fyrirliggjandi kosti og að geta innan tíðar hafið formlegt útboðsferli við það sem er líklega umfangsmesta einstaka verkefni tengt samgöngubótum sem ráðist hefur verið í hér á landi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Veittur er sex vikna frestur til að skila inn umsögnum við umhverfismatsskýrslu. Samhliða því leitar Skipulagsstofnun umsagna frá lögbundnum umsagnaraðilum og leyfisveitendum. Á kynningartímabilinu mun Vegagerðin í samstarfi við Reykjavíkurborg kynna niðurstöður umhverfismatsins með opnum kynningarfundum, sem verða sem hér segir: 20. október kl. 18:00-19:30. Klébergsskóli, Kjalarnesi 21. október kl. 17:30-19:00. Hilton Reykjavík Nordica, Laugardal 22. október kl. 17:30-19:00. Borgaskóli, Grafarvogi Auk þess stendur Vegagerðin fyrir eftirfarandi kynningarfundum: 23. október kl. 17:30-19:00. Framhaldsskólinn Mosfellsbæ 24. október kl. 9:00-10:30. Vegagerðin, Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Fundurinn verður einnig í streymi. 4. nóvember kl. 19:30-21:00. Ráðhúsinu, Akranesi Reykjavík Samgöngur Sundabraut Umhverfismál Tengdar fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu. 13. október 2025 12:15 Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúaráðs segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna. 12. október 2025 16:01 „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. 11. október 2025 19:09 Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. 9. október 2025 15:48 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Sundabraut er fyrirhuguð samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu milli Sæbrautar og Kjalarness sem verið hefur í umræðu og undirbúningi allt frá árinu 1975. Í umhverfismatinu sem telur á fimmta hundrað blaðsíður eru bornir saman tveir meginvalkostir við þverun Kleppsvíkur: Sundabrú og Sundagöng, auk þriggja valkosta fyrir legu brautarinnar í Gufunesi. Samantekt á skýrslunni má lesa hér. Þá eru mismunandi valkostir fyrir hæð og lengd Sundabrúar til skoðunar auk þess sem áhrif eru metin af ólíkum valkostum fyrir útfærslu gatnamóta á Sæbraut. Skýrslan greinir áhrif ólíkra leiða á umhverfi, samfélag og náttúru og mun verða grundvöllur ákvörðunar um leiðarval. Vegagerðin segir muninn í hnotskurn þennan: Sundabrú er hagkvæmari kostur í framkvæmd og rekstri og styður betur við gangandi og hjólandi vegfarendur, sem og almenningssamgöngur. Hún hefur meiri sjónræn áhrif og takmarkar siglingar um Sundahöfn. Brú tengir Grafarvog og hafnarsvæðið betur inn á stofnvegi. Hærri brú hefur meiri áhrif á ásýnd en tryggir siglingar stærri skipa. Lægri brú er hagkvæmari en hefur meiri áhrif á starfsemi í Sundahöfn. Sundagöng hafa minni áhrif á ásýnd og hafnarstarfsemi, en eru dýrari í framkvæmd og rekstri. Þau styðja síður við fjölbreytta ferðamáta. Auk þess er þörf á aðgerðum til að draga úr loftmengun við gangamunna. Göng tengja Grafarvog og hafnarsvæðið síður inn á stofnvegi. „Umhverfismatsskýrsla og kynning hennar er mikilvægur áfangi í undirbúningi og vali á milli ólíkra leiða við lagningu Sundabrautar. Spilar þar saman mat á áhrifum og hagkvæmni framkvæmdarinnar. Við hlökkum til uppbyggilegrar umræðu um fyrirliggjandi kosti og að geta innan tíðar hafið formlegt útboðsferli við það sem er líklega umfangsmesta einstaka verkefni tengt samgöngubótum sem ráðist hefur verið í hér á landi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Veittur er sex vikna frestur til að skila inn umsögnum við umhverfismatsskýrslu. Samhliða því leitar Skipulagsstofnun umsagna frá lögbundnum umsagnaraðilum og leyfisveitendum. Á kynningartímabilinu mun Vegagerðin í samstarfi við Reykjavíkurborg kynna niðurstöður umhverfismatsins með opnum kynningarfundum, sem verða sem hér segir: 20. október kl. 18:00-19:30. Klébergsskóli, Kjalarnesi 21. október kl. 17:30-19:00. Hilton Reykjavík Nordica, Laugardal 22. október kl. 17:30-19:00. Borgaskóli, Grafarvogi Auk þess stendur Vegagerðin fyrir eftirfarandi kynningarfundum: 23. október kl. 17:30-19:00. Framhaldsskólinn Mosfellsbæ 24. október kl. 9:00-10:30. Vegagerðin, Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Fundurinn verður einnig í streymi. 4. nóvember kl. 19:30-21:00. Ráðhúsinu, Akranesi
Reykjavík Samgöngur Sundabraut Umhverfismál Tengdar fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu. 13. október 2025 12:15 Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúaráðs segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna. 12. október 2025 16:01 „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. 11. október 2025 19:09 Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. 9. október 2025 15:48 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu. 13. október 2025 12:15
Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúaráðs segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna. 12. október 2025 16:01
„Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. 11. október 2025 19:09
Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. 9. október 2025 15:48