Sport

Hitinn í Louisiana kallaði á rosalega meðferð eftir æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Jarvis Landry er kominn í nýtt lið en það hefur aðsetur mun sunnar en Cleveland Browns.
 Jarvis Landry er kominn í nýtt lið en það hefur aðsetur mun sunnar en Cleveland Browns. Getty/Nick Cammett

Það styttist í það að NFL-tímabilið hefjist og leikmenn eru að taka á því á undirbúningstímabilinu.

Margir leikmenn nota alls konar aðferðir til að hjálpa sér við endurheimt á milli æfinga en sú sem útherjinn Jarvis Landry notar virðist vera alveg sér á báti.

Landry, sem er 29 ára gamall og spilar nú sitt fyrsta tímabil með New Orleans Saints eftir að hafa spilað síðustu þrjú ár með Cleveland Browns (2018–2021) og þar áður með Miami Dolphins (2014–2017).

Landry er fæddur í Convent í Louisiana fylki og þekkir því aðstæður í júlí og ágúst þar sem hitinn og rakinn taka sinn toll.

Það er eiginlega mjög erfitt að lýsa því sem er í gangi því segir myndin hér fyrir neðan meira en þúsund orð.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.