Sport

Anton Sveinn fyrstur á Spáni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anton Sveinn McKee kom sá og sigraði.
Anton Sveinn McKee kom sá og sigraði. SSÍ

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee kom fyrstur í mark í 100 metra bringusundi á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona.

Anton Sveinn synti á 1:01,60 mínútu og dugði það til sigurs. Hans besti tími í greininni er 1:00,32 mínúta. 

Þessi helsti sundkappi Íslands er á fullu að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í 50 metra laug sem fram fer í Róm á Ítalíu í ágúst. Var sund dagsins hluti af þeim undirbúningi. 

Á morgun keppir Anton Sveinn í 200 metra bringusundi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.