Með sérstakan mútusjóð til að greiða fórnarlömbum kynferðisofbeldis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 23:31 Kanadíski fáninn og íshokkíkylfa. Getty Images Kanadískir fjölmiðlar greina frá því að Íshokkísamband landsins nýti skráningarfé úr starfi yngri flokka til að greiða meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis bætur. Sambandið hefur sætt mikilli gagnrýni í sumar eftir að kona steig fram í apríl síðastliðnum og sakaði átta kanadíska unglingalandsliðsmenn um nauðgun sem hún segir hafa átt sér stað árið 2018. This is a shocking report. A slush fund paid for by the fees of kids playing hockey. If true, this could bring down all of Hockey Canada. pic.twitter.com/1sVbGSU4Wc— Damien Cox (@DamoSpin) July 19, 2022 Í frétt á íþróttavefnum The Athletic er greint frá því að sambandið hafi nýtt sérstakan sjóð til að borga meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis, má því segja að um svokallaðan mútusjóð sé að ræða. Í fréttinni kemur einnig fram að alls hafi rúmir tveir milljarðar íslenskra króna nú þegar verið greiddir til meintra fórnarlamba íshokkíleikmanna á undanförnum árum. Kanadískir þingmenn hafa gagnrýnt sambandið harðlega en málið verður tekið fyrir af sérstakri þingnefnd í næstu viku. Síðan lögsóknin var opinberuð hafa stórir styrktaðilar sagst ætla að draga styrki sína til baka og þá hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagt meðhöndlun sambandsins á málinu vera „óásættanlega.“ Talsmaður sambandsins segir að sjóðurinn eigi að dekka hin ýmsu útgjöld er kemur að öryggi, vellíðan og jafnrétti innan sambandsins. Einnig á sjóðurinn að dekka kostnað sem tryggingar gera ekki, þar má nefna líkamlegan skaða, áreiti eða kynferðisbrot. Hockey Canada says its National Equity Fund will no longer be used to settle sexual assault claims.HC statement: Hockey Canada recognizes we have significant work to do to rebuild trust with Canadians." pic.twitter.com/KwvXeY1h1X— Rick Westhead (@rwesthead) July 20, 2022 Eftir að fréttir bárust að sjóðurinn hefði verið notaður til að greiða meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis hefur talsmaður sambandsins stigið fram og sagt að það verði ekki gert aftur. Í yfirlýsingu frá sambandinu segist það vita að mikil vinna sé framundan til að hinn hefðbundni Kanadamaður geti treyst því á ný. Það eru eflaust orð að sönnu en í vitnisburði tengdum málinu frá 2018 kom fram að ein til tvær ásakanir hafi komið árlega á borð Íshokkísambandsins undanfarin sex ár. Kanada Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
Sambandið hefur sætt mikilli gagnrýni í sumar eftir að kona steig fram í apríl síðastliðnum og sakaði átta kanadíska unglingalandsliðsmenn um nauðgun sem hún segir hafa átt sér stað árið 2018. This is a shocking report. A slush fund paid for by the fees of kids playing hockey. If true, this could bring down all of Hockey Canada. pic.twitter.com/1sVbGSU4Wc— Damien Cox (@DamoSpin) July 19, 2022 Í frétt á íþróttavefnum The Athletic er greint frá því að sambandið hafi nýtt sérstakan sjóð til að borga meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis, má því segja að um svokallaðan mútusjóð sé að ræða. Í fréttinni kemur einnig fram að alls hafi rúmir tveir milljarðar íslenskra króna nú þegar verið greiddir til meintra fórnarlamba íshokkíleikmanna á undanförnum árum. Kanadískir þingmenn hafa gagnrýnt sambandið harðlega en málið verður tekið fyrir af sérstakri þingnefnd í næstu viku. Síðan lögsóknin var opinberuð hafa stórir styrktaðilar sagst ætla að draga styrki sína til baka og þá hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagt meðhöndlun sambandsins á málinu vera „óásættanlega.“ Talsmaður sambandsins segir að sjóðurinn eigi að dekka hin ýmsu útgjöld er kemur að öryggi, vellíðan og jafnrétti innan sambandsins. Einnig á sjóðurinn að dekka kostnað sem tryggingar gera ekki, þar má nefna líkamlegan skaða, áreiti eða kynferðisbrot. Hockey Canada says its National Equity Fund will no longer be used to settle sexual assault claims.HC statement: Hockey Canada recognizes we have significant work to do to rebuild trust with Canadians." pic.twitter.com/KwvXeY1h1X— Rick Westhead (@rwesthead) July 20, 2022 Eftir að fréttir bárust að sjóðurinn hefði verið notaður til að greiða meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis hefur talsmaður sambandsins stigið fram og sagt að það verði ekki gert aftur. Í yfirlýsingu frá sambandinu segist það vita að mikil vinna sé framundan til að hinn hefðbundni Kanadamaður geti treyst því á ný. Það eru eflaust orð að sönnu en í vitnisburði tengdum málinu frá 2018 kom fram að ein til tvær ásakanir hafi komið árlega á borð Íshokkísambandsins undanfarin sex ár.
Kanada Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira