Tónlist

Sia er óstöðvandi

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Tónlistarkonan Sia er mætt á Íslenska listann á FM957. 
Tónlistarkonan Sia er mætt á Íslenska listann á FM957.  Anthony Harvey/Getty Images

Söngkonan Sia er mætt á Íslenska listann á FM957 með lagið Unstoppable í nýjum búning tónlistarmannsins R3HAB. Sia hefur verið virk í tónlistarheiminum síðastliðna tvo áratugi og slær ekki slöku við, því má með sanni segja að hún sé óstöðvandi eins og lagið gefur til kynna.

Lagið kom fyrst út árið 2016 en hefur aftur slegið í gegn í þessari nýju útgáfu. 

Klara Elias situr staðföst í fyrsta sæti listans með þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Nú er vika í Þjóðhátíð en Klara mun flytja lagið í brekkunni ásamt öðrum smellum. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór skipa annað sæti listans með lagið Dansa og Gummi Tóta fylgir fast á eftir í þriðja sæti með Íslenska sumarið.

Júlí Heiðar stekkur upp í sjöunda sæti með nýjasta lagið sitt Alltaf þú og hækkar sig um fimm sæti á milli vikna. Þá er fyrrum topplag íslenska listans, Aldrei Toppað með FM95Blö og Aroni Can, mætt aftur á listann eftir og situr í 18. sæti.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.

Íslenski listinn í heild sinni:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

Íslenska sumarið nálgast toppinn

Tónlistarmaðurinn Gummi Tóta skipar þriðja sæti íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið sitt Íslenska sumarið. Söngkonan Klara Elias situr staðföst í fyrsta sætinu með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór skipa annað sæti með lagið Dansa. Því eru efstu þrjú lög vikunnar íslensk.

Beyoncé mætt á íslenska listann

Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé er mætt á íslenska listann á FM957 með nýjasta lagið sitt Break my soul. Lagið situr í 13. sæti þessa vikuna og má gera ráð fyrir að það eigi eftir að fara enn hærra.

Klara í fyrsta sæti íslenska listans

Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu.

Tónlistarunnendur orðnir spenntir fyrir Þjóðhátíð

Söngkonan Klara Elias situr í fimmta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og hefur hækkað sig um tólf sæti frá því í síðustu viku. Nú eru tæpar fimm vikur í Þjóðhátíð og út frá hækkandi vinsældum lagsins má gera ráð fyrir því að tónlistarunnendur séu orðnir spenntir fyrir Þjóðhátíð.

Lizzo í fyrsta sæti: „Kominn tími til“

Söngkonan Lizzo trónir á toppi íslenska listans um þessar mundir með nýjasta lagið sitt About Damn Time. Lagið, sem hefur náð miklum vinsældum um allan heim, hefur hækkað sig upp listann á undanförnum vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×