Tónlist

Beyoncé mætt á íslenska listann

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Beyoncé er mætt á íslenska listann með nýjasta lagið sitt Break My Soul.
Beyoncé er mætt á íslenska listann með nýjasta lagið sitt Break My Soul. Getty/Kevin Winter

Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé er mætt á íslenska listann á FM957 með nýjasta lagið sitt Break my soul. Lagið situr í 13. sæti þessa vikuna og má gera ráð fyrir að það eigi eftir að fara enn hærra.

Beyoncé er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum og á að baki sér einhver vinsælustu lög okkar tíma. Má þar nefna Crazy in love, Single Ladies, Love on Top, Halo og fleiri til. Í nýja laginu fer hún nýjar leiðir og leikur sér aðeins með hljóðheim tíunda áratugarins.

Klara Elias trónir enn á toppi íslenska listans með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Klara er í miklum Þjóðhátíðargír en hún frumflutti órafmagnaða útgáfu af laginu Lífið er yndislegt ásamt Hreimi á Vísi nú á dögunum.

Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór fylgja fast á eftir Klöru með lagið Dansa og söngvarinn Gummi Tóta situr í þriðja sæti með lagið Íslenska sumarið.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á FM957.

Hér má finna íslenska listann í heild sinni:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

Klara í fyrsta sæti íslenska listans

Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu.

Tónlistarunnendur orðnir spenntir fyrir Þjóðhátíð

Söngkonan Klara Elias situr í fimmta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og hefur hækkað sig um tólf sæti frá því í síðustu viku. Nú eru tæpar fimm vikur í Þjóðhátíð og út frá hækkandi vinsældum lagsins má gera ráð fyrir því að tónlistarunnendur séu orðnir spenntir fyrir Þjóðhátíð.

Lizzo í fyrsta sæti: „Kominn tími til“

Söngkonan Lizzo trónir á toppi íslenska listans um þessar mundir með nýjasta lagið sitt About Damn Time. Lagið, sem hefur náð miklum vinsældum um allan heim, hefur hækkað sig upp listann á undanförnum vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×