Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2022 16:01 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. Í síðasta mánuði var greint frá því að um 65 prósent landsmanna teldu hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands, samkvæmt könnun Maskínu. Þá hefur framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sömuleiðis sagt hvalveiðar skaðlegar orðspori Íslands á alþjóðavísu. Það hefur ferðamálastjóri einnig gert. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum sagðist Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra ekki telja að þörf væri á breytingum. „Þær hvalveiðar sem við stundum eru byggðar á vísindalegum forsendum, ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar, og eins og staðan er í dag þá tel ég að við eigum ekki að gera breytingar. En um leið og við sjáum að þessum hagsmunum ferðaþjónustunnar sé ógnað eða teflt í tvísýnu, þá eigum við að staldra við og endurskoða stöðuna,“ sagði Lilja. Ferðamönnum sem koma hingað til lands hafi fjölgað og raunar hafi fleiri þeirra lagt leið sína til Íslands en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Mikilvægt að meta hvort staldra eigi við Lilja sagðist þó meðvituð um að margir hefðu afar sterkar skoðanir á hvalveiðum. „Þetta er alltaf hagsmunamat og eins og staðan er í dag þá er fjöldi ferðamanna sem kemur, en við erum alltaf á vaktinni varðandi þetta mál.“ Aðspurð um sína persónulegu skoðun á hvalveiðum við Íslandsstrendur sagðist Lilja ekki ætla að þykjast geta gefið betri ráðleggingar en Hafrannsóknarstofnun. „Hins vegar hefði ég mjög sterkar skoðanir á því, ef við myndum sjá að þetta væri farið að tefla hagsmunum ferðaþjónustunnar í tvísýnu. Þá, út frá þjóðhagslegum hagsmunum, tel ég að við ættum að staldra við,“ sagði Lilja. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Í síðasta mánuði var greint frá því að um 65 prósent landsmanna teldu hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands, samkvæmt könnun Maskínu. Þá hefur framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sömuleiðis sagt hvalveiðar skaðlegar orðspori Íslands á alþjóðavísu. Það hefur ferðamálastjóri einnig gert. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum sagðist Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra ekki telja að þörf væri á breytingum. „Þær hvalveiðar sem við stundum eru byggðar á vísindalegum forsendum, ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar, og eins og staðan er í dag þá tel ég að við eigum ekki að gera breytingar. En um leið og við sjáum að þessum hagsmunum ferðaþjónustunnar sé ógnað eða teflt í tvísýnu, þá eigum við að staldra við og endurskoða stöðuna,“ sagði Lilja. Ferðamönnum sem koma hingað til lands hafi fjölgað og raunar hafi fleiri þeirra lagt leið sína til Íslands en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Mikilvægt að meta hvort staldra eigi við Lilja sagðist þó meðvituð um að margir hefðu afar sterkar skoðanir á hvalveiðum. „Þetta er alltaf hagsmunamat og eins og staðan er í dag þá er fjöldi ferðamanna sem kemur, en við erum alltaf á vaktinni varðandi þetta mál.“ Aðspurð um sína persónulegu skoðun á hvalveiðum við Íslandsstrendur sagðist Lilja ekki ætla að þykjast geta gefið betri ráðleggingar en Hafrannsóknarstofnun. „Hins vegar hefði ég mjög sterkar skoðanir á því, ef við myndum sjá að þetta væri farið að tefla hagsmunum ferðaþjónustunnar í tvísýnu. Þá, út frá þjóðhagslegum hagsmunum, tel ég að við ættum að staldra við,“ sagði Lilja.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48
Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56
Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49