Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2022 16:01 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. Í síðasta mánuði var greint frá því að um 65 prósent landsmanna teldu hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands, samkvæmt könnun Maskínu. Þá hefur framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sömuleiðis sagt hvalveiðar skaðlegar orðspori Íslands á alþjóðavísu. Það hefur ferðamálastjóri einnig gert. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum sagðist Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra ekki telja að þörf væri á breytingum. „Þær hvalveiðar sem við stundum eru byggðar á vísindalegum forsendum, ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar, og eins og staðan er í dag þá tel ég að við eigum ekki að gera breytingar. En um leið og við sjáum að þessum hagsmunum ferðaþjónustunnar sé ógnað eða teflt í tvísýnu, þá eigum við að staldra við og endurskoða stöðuna,“ sagði Lilja. Ferðamönnum sem koma hingað til lands hafi fjölgað og raunar hafi fleiri þeirra lagt leið sína til Íslands en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Mikilvægt að meta hvort staldra eigi við Lilja sagðist þó meðvituð um að margir hefðu afar sterkar skoðanir á hvalveiðum. „Þetta er alltaf hagsmunamat og eins og staðan er í dag þá er fjöldi ferðamanna sem kemur, en við erum alltaf á vaktinni varðandi þetta mál.“ Aðspurð um sína persónulegu skoðun á hvalveiðum við Íslandsstrendur sagðist Lilja ekki ætla að þykjast geta gefið betri ráðleggingar en Hafrannsóknarstofnun. „Hins vegar hefði ég mjög sterkar skoðanir á því, ef við myndum sjá að þetta væri farið að tefla hagsmunum ferðaþjónustunnar í tvísýnu. Þá, út frá þjóðhagslegum hagsmunum, tel ég að við ættum að staldra við,“ sagði Lilja. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Í síðasta mánuði var greint frá því að um 65 prósent landsmanna teldu hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands, samkvæmt könnun Maskínu. Þá hefur framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sömuleiðis sagt hvalveiðar skaðlegar orðspori Íslands á alþjóðavísu. Það hefur ferðamálastjóri einnig gert. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum sagðist Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra ekki telja að þörf væri á breytingum. „Þær hvalveiðar sem við stundum eru byggðar á vísindalegum forsendum, ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar, og eins og staðan er í dag þá tel ég að við eigum ekki að gera breytingar. En um leið og við sjáum að þessum hagsmunum ferðaþjónustunnar sé ógnað eða teflt í tvísýnu, þá eigum við að staldra við og endurskoða stöðuna,“ sagði Lilja. Ferðamönnum sem koma hingað til lands hafi fjölgað og raunar hafi fleiri þeirra lagt leið sína til Íslands en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Mikilvægt að meta hvort staldra eigi við Lilja sagðist þó meðvituð um að margir hefðu afar sterkar skoðanir á hvalveiðum. „Þetta er alltaf hagsmunamat og eins og staðan er í dag þá er fjöldi ferðamanna sem kemur, en við erum alltaf á vaktinni varðandi þetta mál.“ Aðspurð um sína persónulegu skoðun á hvalveiðum við Íslandsstrendur sagðist Lilja ekki ætla að þykjast geta gefið betri ráðleggingar en Hafrannsóknarstofnun. „Hins vegar hefði ég mjög sterkar skoðanir á því, ef við myndum sjá að þetta væri farið að tefla hagsmunum ferðaþjónustunnar í tvísýnu. Þá, út frá þjóðhagslegum hagsmunum, tel ég að við ættum að staldra við,“ sagði Lilja.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48
Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56
Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna. 1. júlí 2022 10:49