Streymisveitan Alendis TV tryggði sér útsendingarétt á Landsmóti og sýnir bæði frá keppnisbrautinni og kynbótabrautinni. Vísir er á meðan Landsmóti stendur í samstarfi við Alendis, sýnir daglega samantekt og tengist beinni útsendingu frá völdum dagskrárliðum á kvöldin.
Á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir verður í dag sýnt frá forkeppni í tölti milli klukkan 18.55 og 21.
Útsendingu frá allri dagskrá má síðan nálgast með áskrift á alendis.is.