Fuglsang hafði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og hefði það haldið þá hefði hann ekki verið með.
Tour de France er náttúrulega hápunktur tímabilsins hjá bestu hjólreiðaköppum heims og þetta því mikil vonbrigði.
Sem betur fer fyrir Fuglsang þá fór hann aftur í próf og það reyndist neikvætt. Eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr fleiri prófum var það orðið ljóst að fölsk niðurstaða hefði komið fram úr fyrsta prófinu hans.
Fuglsang fær því að vera með og það var gríðarlegur fögnuður í Tívolí í Kaupmannahöfn í gær þegar hann var kynntur til leiks.
Þetta verður í ellefta skiptið sem Fuglsang tekur þátt í Frakklandshjólreiðunum en hann hefur best náð sjöunda sæti en það var árið 2013.
One Jakob Fuglsang. There s only one Jakob Fuglsang!
— Israel Premier Tech / Israel Cycling Academy (@IsraelPremTech) June 29, 2022
What a crowd today! And what a welcome for our home favorite
____
#TDF2022 pic.twitter.com/jESVbBoIy1