Lífið

Gaman að kyssa vinkonu sína

Elísabet Hanna skrifar
Vinkonurnar fengu sér húðflúr í stíl.
Vinkonurnar fengu sér húðflúr í stíl. Getty/Rachel Murray

Fyrirsætan Cara Delevingne segir það hafa verið gaman að leika ástkonu vinkonu sinnar Selenu Gomez í þáttunum Only Murders in the Building. „Er einhver í heiminum sem myndi ekki vilja kyssa Selenu?“ Spyr hún einnig í viðtali við E!News. 

„Það var gaman,“ segir Cara einnig um kossinn sem þær deila á skjánum en hún kemur ný inn í þættina sem fóru af stað með sína aðra seríu á Hulu í gær. Persónan sem Cara leikur heitir Alice en þau Selena Gomez, Steve Martin og Martin Short fara með aðalhlutverk í þáttunum. 

Gaman að kyssast

„Þetta er bara einn af þessum hlutum, sérstaklega þegar þú þekkir einhvern svona vel, það eru þægindi til staðar og þú hefur gaman af því,“ segir hún enn frekar um kossinn. „Við fáum aldrei að sjá hvort aðra svona mikið því við erum alltaf uppteknar,“ segir hún og bætir við að það hafi verið stórkostlegt að fá að eyða svona miklum tíma saman. 

„Hún er svo ótrúleg manneskja að vinna með, sama hvort að ég myndi þekkja hana eða ekki. Hún er stórkostleg, ein af mínum uppáhalds leikurum sem ég hef unnið með.“

Nánar vinkonur

Selena og Cara eru mjög nánar vinkonur sem kynntust þegar þær voru fimmtán ára og voru meðal annars báðar hluti af vinkonuhóp Taylor Swift sem tók þátt í myndbandinu hennar Bad Blood. Þær eru einnig með húðflúr í stíl af rós. 

Cara segir það hafa skipt sig miklu máli að fá að leika þetta hlutverk og fá að standa fyrir fjölbreytileika og segir Selenu hafa gert sér grein fyrir því hversu miklu máli það skipti hana. 


Tengdar fréttir

Miklar get­gátur um kynni Óskars­verð­launanna

Miklar getgátur hafa verið um það hver mun verða fyrir valinu sem kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022, en það verður í fyrsta skipti síðan 2018 sem athöfnin verður með kynni. Tilnefningar til verðlaunanna verða gefnar út 8. febrúar og athöfnin sjálf fer fram 27. mars.

Cara Delevigne orðin stutthærð

Cara hefur greinilega verið að leitast eftir breytingu en hún hefur ávallt verið með sítt, skollitað hár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.