Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 14:18 Hugleikur segist á hálum ís eftir að efni hans hefur ítrekað verið fjarlægt af samfélagsmiðlum hans. Instagram/Facebook Fésbókaryfirvöld hafa tjáð Hugleiki Dagssyni grínista að ef hann heldur áfram að birta klúrar skrítlur á 216 þúsund fylgjenda síðuna sína verði lokað á síðuna að eilífu. Hugleikur líkir gervigreindinni sem sigtar út efnið hans við barn sem skilji ekki muninn á kaldhæðni og alvöru. Hugleikur tjáði fylgjendum sínum á Facebook í morgun að nú væri hann á hálum ís. Honum hefði verið tilkynnt um að ef hann bryti reglur um „nekt og kynferðislegt efni“ aftur gæti hann átt þá hættu að missa reikninginn að eilífu. „Möguleikarnir mínir eru annars vegar að hætta að birta efni í trássi við reglurnar. En það er um það bil 75 prósent af öllu mínu gríni. Hins vegar að halda áfram að brjóta reglurnar og sigla þessu í strand,“ skrifar Hugleikur. Viðkvæmust fyrir berrössuðum spýtukörlum Blaðamaður hafði samband við Hugleik, sem segir hótanir Facebook ekki nýjar af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið í spilunum. Mér finnst eiginlega alltaf hafa verið tímaspursmál hvenær mér verður sparkað út,“ segir Hugleikur í samtali við fréttastofu. „Það er aðallega nekt, svona spýtukarlanekt, sem vélin vill ekki sjá.“ Hann útskýrir að þær breytingar hafi orðið undandarin misseri að í stað starfsmanns Meta sjái gervigreindin um að sía út efni sem samræmist ekki leikreglum miðilsins. „Hún er búin að læra að skynja hvað er að gerast á myndunum mínum og hún skilur ekki muninn á kaldhæðni og alvöru. Gervigreindin er svolítið eins og barn sem skilur ekki alveg núanseraða hluti.“ Starfsmaður Facebook kom honum til bjargar Nokkur ár eru síðan lokað var fyrir síðu Hugleiks vegna grínsins sem hann birti á síðuna sína. Þá hafi honum verið boðið að áfrýja ákvörðuninni en útlitið ekki verið gott þar til aðdáandi sem starfar hjá Facebook setti sig í samband við hann. „Hann sendi mér skilaboð án þess að segja hver hann væri því hann mátti það ekkert. Einhver aðdáandi og verndarengill innan Facebook sem laumaði mér aftur inn. Þetta er einhver secret superhero. En ég ætla ekki að reiða mig á að hann komi mér aftur til bjargar,“ segir Hugleikur. Þegar færslur hans eru flaggaðar fái hann að svara fyrir sig í von um að fá þær birtar á ný en það sé alla vega hvort fallist er á þá beiðni. Ljótasta grínið annars staðar Hugleikur reiknar með að halda áfram að dansa á línunni og freista þess að halda áfram að birta efni, en leyfa allra grófasta efninu að njóta sín á öðrum móttækilegri miðlum. Instagram sé þeirra á meðal, þó hann heyri ásamt Facebook undir Meta. „Ég nota bara tækifærið og segi á Facebook, ef þið viljið sjá verra stöff þá er hægt að fara á Patreon og hina miðlana,“ segir Hugleikur. Þó væri mikill missir ef Facebook setur honum endanlega stólinn fyrir dyrnar. „Það væri alveg glatað. Þetta er sá miðill sem ég er búinn að vera að rækta hvað lengst,“ segir Hugleikur. Síðan hans telur sem fyrr segir 216 þúsund fylgjendur og er vinsælasta samfélagsmiðlasíðan hans svo um munar. „Allavega er þetta mjög spennandi,“ segir Hugleikur. Grín og gaman Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Segir foreldra eiga að passa börnin sín sjálf en ekki einhver samskiptamiðill. 22. október 2013 16:41 Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. 29. október 2023 10:14 Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. 23. maí 2023 22:05 Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Hugleikur tjáði fylgjendum sínum á Facebook í morgun að nú væri hann á hálum ís. Honum hefði verið tilkynnt um að ef hann bryti reglur um „nekt og kynferðislegt efni“ aftur gæti hann átt þá hættu að missa reikninginn að eilífu. „Möguleikarnir mínir eru annars vegar að hætta að birta efni í trássi við reglurnar. En það er um það bil 75 prósent af öllu mínu gríni. Hins vegar að halda áfram að brjóta reglurnar og sigla þessu í strand,“ skrifar Hugleikur. Viðkvæmust fyrir berrössuðum spýtukörlum Blaðamaður hafði samband við Hugleik, sem segir hótanir Facebook ekki nýjar af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið í spilunum. Mér finnst eiginlega alltaf hafa verið tímaspursmál hvenær mér verður sparkað út,“ segir Hugleikur í samtali við fréttastofu. „Það er aðallega nekt, svona spýtukarlanekt, sem vélin vill ekki sjá.“ Hann útskýrir að þær breytingar hafi orðið undandarin misseri að í stað starfsmanns Meta sjái gervigreindin um að sía út efni sem samræmist ekki leikreglum miðilsins. „Hún er búin að læra að skynja hvað er að gerast á myndunum mínum og hún skilur ekki muninn á kaldhæðni og alvöru. Gervigreindin er svolítið eins og barn sem skilur ekki alveg núanseraða hluti.“ Starfsmaður Facebook kom honum til bjargar Nokkur ár eru síðan lokað var fyrir síðu Hugleiks vegna grínsins sem hann birti á síðuna sína. Þá hafi honum verið boðið að áfrýja ákvörðuninni en útlitið ekki verið gott þar til aðdáandi sem starfar hjá Facebook setti sig í samband við hann. „Hann sendi mér skilaboð án þess að segja hver hann væri því hann mátti það ekkert. Einhver aðdáandi og verndarengill innan Facebook sem laumaði mér aftur inn. Þetta er einhver secret superhero. En ég ætla ekki að reiða mig á að hann komi mér aftur til bjargar,“ segir Hugleikur. Þegar færslur hans eru flaggaðar fái hann að svara fyrir sig í von um að fá þær birtar á ný en það sé alla vega hvort fallist er á þá beiðni. Ljótasta grínið annars staðar Hugleikur reiknar með að halda áfram að dansa á línunni og freista þess að halda áfram að birta efni, en leyfa allra grófasta efninu að njóta sín á öðrum móttækilegri miðlum. Instagram sé þeirra á meðal, þó hann heyri ásamt Facebook undir Meta. „Ég nota bara tækifærið og segi á Facebook, ef þið viljið sjá verra stöff þá er hægt að fara á Patreon og hina miðlana,“ segir Hugleikur. Þó væri mikill missir ef Facebook setur honum endanlega stólinn fyrir dyrnar. „Það væri alveg glatað. Þetta er sá miðill sem ég er búinn að vera að rækta hvað lengst,“ segir Hugleikur. Síðan hans telur sem fyrr segir 216 þúsund fylgjendur og er vinsælasta samfélagsmiðlasíðan hans svo um munar. „Allavega er þetta mjög spennandi,“ segir Hugleikur.
Grín og gaman Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Segir foreldra eiga að passa börnin sín sjálf en ekki einhver samskiptamiðill. 22. október 2013 16:41 Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. 29. október 2023 10:14 Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. 23. maí 2023 22:05 Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Segir foreldra eiga að passa börnin sín sjálf en ekki einhver samskiptamiðill. 22. október 2013 16:41
Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. 29. október 2023 10:14
Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. 23. maí 2023 22:05