Sport

Nýkrýndur meistari flaug á hausinn á ísnum og beyglaði bikarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liðsmenn Colorado Avalanche fagna með Stanley bikarinn eftir sigurinn á Tampa Bay Lightning.
Liðsmenn Colorado Avalanche fagna með Stanley bikarinn eftir sigurinn á Tampa Bay Lightning. Getty/Bruce Bennett

Stanley bikarinn er einn frægasti og stærsti bikarinn sem er keppt um í íþróttaheiminum. Hann var ekki sá sami eftir sigur Colorado Avalanche í fyrrinótt.

Colorado Avalanche liðið varð NHL meistari í fyrsta sinn í 21 ár eftir sigur á meisturum tveggja ára á undan sem var lið Tampa Bay Lightning.

Leikmenn Colorado Avalanche voru flestir að vinna titilinn í fyrsta sinn og fögnuðum honum vel.

Fögnuðurinn byrjaði þó ekki vel því þegar átti að stilla upp í liðsmynd á ísnum þá flaug leikmaðurinn Nicolas Aube-Kubel á hausinn þegar hann ætlaði að koma með bikarinn á myndina.

Hann var næstum því búinn að slasa liðsfélagana en náði að bjarga þeim frá skaða. Bikarinn fór aftur á móti ekki eins vel út úr þessu því Aube-Kubel náði að beygla bikarinn eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×