Afrekaði það sama og stórstjarnan faðir hans en bara 46 árum seinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 16:01 Elliot Thompson er breskur meistari í tugþraut alveg eins og faðir sinn afrekaði á áttunda áratug síðustu aldar. Instagram/@the_real_elliot_thompson Þeir sem muna eftir súperstjörnunni Daley Thompson ætti að hafa gaman af því að sjá Elliot Thompson feta í fótspor föður síns á breska meistaramótinu í frjálsum íþróttum um helgina. Hinn 29 ára gamli Elliot Thompson varð þá breskur meistari í tugþraut í fyrsta sinn afrek sem faðir hans vann svo oft á sínum ferli. Sigur Elliott kemur 46 árum eftir að Daley faðir hans vann þennan titil í fyrsta sinn árið 1976. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þrátt fyrir slaka byrjun og aðeins sjötta sætið í fyrstu grein, sem var 100 metra hlaup, þá varð Elliott annar í langstökki og vann svo kúluvarpið. Hann vann tvær greinar á fyrri deginum og fylgdi því síðan eftir með því að halda velli á seinni deginum en hann endaði hann með því að vinna 1500 metra hlaupið. Sigur hans vakti auðvitað mikla athygli enda muna flestir eftir föður hans þegar stjarna hans skein skærast á níunda áratugnum. Daley Thompson var nefnilega á sínum ein stærsta íþróttastjarna heims eftir að hann varð Ólympíumeistari í tugþraut á tveimur Ólympíuleikum í röð, fyrst 1980 í Moskvu og svo aftur 1984 í Los Angeles. Hann sló heimsmetið fjórum sinnum og var ósigraður í tugþraut í níu ár. Það var ekki bara stórskotleg frammistaða sem jók hróður Daley heldur einnig stórskemmtileg framkoma hans enda sannur skemmtikraftur á ferðinni. Daley varð að hætta keppni vegna meiðsla árið 1992, þá 34 ára gamall. Daley eignaðist Elliot sama ár og hann varð að leggja skóna á hilluna eða í ágústmánuði 1992. View this post on Instagram A post shared by Elliot Thompson (@the_real_elliot_thompson) Frjálsar íþróttir Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Elliot Thompson varð þá breskur meistari í tugþraut í fyrsta sinn afrek sem faðir hans vann svo oft á sínum ferli. Sigur Elliott kemur 46 árum eftir að Daley faðir hans vann þennan titil í fyrsta sinn árið 1976. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þrátt fyrir slaka byrjun og aðeins sjötta sætið í fyrstu grein, sem var 100 metra hlaup, þá varð Elliott annar í langstökki og vann svo kúluvarpið. Hann vann tvær greinar á fyrri deginum og fylgdi því síðan eftir með því að halda velli á seinni deginum en hann endaði hann með því að vinna 1500 metra hlaupið. Sigur hans vakti auðvitað mikla athygli enda muna flestir eftir föður hans þegar stjarna hans skein skærast á níunda áratugnum. Daley Thompson var nefnilega á sínum ein stærsta íþróttastjarna heims eftir að hann varð Ólympíumeistari í tugþraut á tveimur Ólympíuleikum í röð, fyrst 1980 í Moskvu og svo aftur 1984 í Los Angeles. Hann sló heimsmetið fjórum sinnum og var ósigraður í tugþraut í níu ár. Það var ekki bara stórskotleg frammistaða sem jók hróður Daley heldur einnig stórskemmtileg framkoma hans enda sannur skemmtikraftur á ferðinni. Daley varð að hætta keppni vegna meiðsla árið 1992, þá 34 ára gamall. Daley eignaðist Elliot sama ár og hann varð að leggja skóna á hilluna eða í ágústmánuði 1992. View this post on Instagram A post shared by Elliot Thompson (@the_real_elliot_thompson)
Frjálsar íþróttir Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira