Fótbolti

Selfyssingar endurheimtu toppsætið | Afturelding vann öruggan sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Afturelding vann öruggan sigur í kvöld.
Afturelding vann öruggan sigur í kvöld. FBL/Sigtryggur Ari

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Selfyssingar tylltu sér aftur í toppsæti deildarinnar með 2-0 sigri gegn Fjölni og Afturelding vann öruggan 4-1 sigur gegn Þór frá Akureyri.

Gonzalo Zamorano skoraði fyrra mark Selfyssinga á lokamínútum fyrri hálfleiks og sá til þess að heimamenn voru með 1-0 forystu þegar gengið var til búningsherbergja.

Það var svo Guðmundur Þór Júlíusson sem tryggði Selfyssingum sigurinn undir lok leiksins þegar hann varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Lokatölur 2-0 og Selfyssingar eru nú á toppi Lengjudeildarinnar með 17 stig eftir átta leiki, sex stigum meira en Fjölnir sem situr í sjötta sæti.

Þá vann Afturelding afar öruggan 4-1 sigur gegn Þór frá Akureyri þar sem Georg Bjarnason og Aron Elí Sævarsson sáu um markaskorun heimamanna í fyrri hálfleik.

Aron Elí bætti öðru marki sínu og þriðja marki Aftureldingar við á 66. mínútu áður en Orri Sigurjónsson setti boltann í eigið net og kom heimamönnum þar með í 4-0.

Elvar Baldvinsson minnkaði muninn fyrir Þórsara þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og þar við sat.

Afturelding vann að lokum góðan 4-1 sigur og liðið er nú með níu stig í áttunda sæti deildarinnar. Þórsarar sitja hins vegar í tíunda sæti með fimm stig.

Allar upplýsingar um úrslit og markaskorara fengust á Fótbolti.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.