Ný leikin mynd um Herkúles frá Disney Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júní 2022 23:05 Málverk frá 18. öld af því þegar Herkúles var brenndur á báli á toppi Etnu. Spurning hvort það verði fjallað um þau endalok hans í nýjustu myndinni. Getty Guy Ritchie mun leikstýra nýrri leikinni mynd um Herkúles fyrir Disney sem á að byggja á söguþræði teiknimyndarinnar um gríska goðið frá 1997. Kvikmyndin verður framleidd af framleiðslufyrirtækinu AGBO sem er rekið af bræðrunum Joe og Anthony Russo, en þeir eru best þekktir fyrir að leikstýra Marvel-myndinni Avengers: Endgame. Samkvæmt miðlum vestanhafs leitar stúdíóið nú að handritshöfundum. Ritchie starfaði síðast fyrir Disney árið 2019 þegar hann leikstýrði myndinni Aladdin með Will Smith í aðalhlutverki. Söguþráður hennar var einnig byggður á Disney-teiknimynd frá tíunda áratugnum. Sú mynd skilaði meira en milljarði amerískra dollara í tekjur og vilja Disney væntanlega endurtaka leikinn nema í þetta skiptið með grískri hetju. Þessi nýja mynd mun bætast í hóp fjölmargra mynda um Herkúles en ýmsar stjörnur hafa leikið gríska goðið á hvíta tjaldinu, þar á meðal Arnold Schwarzenegger og Lou Ferrigno. Síðastur til að leika kappann var Dwayne Johnson sem lék hann árið 2014 en það árið komu út tvær leiknar myndir um kappann. Disney Bíó og sjónvarp Bandaríkin Grikkland Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin verður framleidd af framleiðslufyrirtækinu AGBO sem er rekið af bræðrunum Joe og Anthony Russo, en þeir eru best þekktir fyrir að leikstýra Marvel-myndinni Avengers: Endgame. Samkvæmt miðlum vestanhafs leitar stúdíóið nú að handritshöfundum. Ritchie starfaði síðast fyrir Disney árið 2019 þegar hann leikstýrði myndinni Aladdin með Will Smith í aðalhlutverki. Söguþráður hennar var einnig byggður á Disney-teiknimynd frá tíunda áratugnum. Sú mynd skilaði meira en milljarði amerískra dollara í tekjur og vilja Disney væntanlega endurtaka leikinn nema í þetta skiptið með grískri hetju. Þessi nýja mynd mun bætast í hóp fjölmargra mynda um Herkúles en ýmsar stjörnur hafa leikið gríska goðið á hvíta tjaldinu, þar á meðal Arnold Schwarzenegger og Lou Ferrigno. Síðastur til að leika kappann var Dwayne Johnson sem lék hann árið 2014 en það árið komu út tvær leiknar myndir um kappann.
Disney Bíó og sjónvarp Bandaríkin Grikkland Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira