Tónlist

Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína á samfélagsmiðlum, hún kemur út þann 27. næstkomandi.
Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína á samfélagsmiðlum, hún kemur út þann 27. næstkomandi. Handout/Getty

Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína, Renaissance, sem kemur út þann 29. júlí næstkomandi. Platan er sjöunda sóló-plata tónlistarkonunnar og sú fyrsta frá 2016 þegar hin mjög svo vinsæla Lemonade kom út.

Tónlistarkonan eyddi nýverið prófílmyndum sínum á samfélagsmiðlum og breytti upplýsingum um sig á Instagram og Twitter þannig að á síðu hennar stendur nú einungis: „act i, RENAISSANCE; 7.29“.

Streymisveiturnar Spotify, Apple Music, Tidal og Youtube hafa einnig staðfest fréttirnar um plötuna með mynd sem stendur á „Act i, Renaissance“.

Þá hefur það vakið sérstaka athygli að platan sé titluð „Þáttur i“ þar sem það geti þýtt að platan sé fyrsti hluti af lengra verkefni. Kannski eru flóðgáttirnar að bresta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.