„Leikmennirnir sjá að þær geta spilað fótbolta“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 14. júní 2022 21:30 Christopher Harrington er nýr þjálfari KR. KR „Þetta var góður leikur, mér fannst við vera aðeins betri en þær í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum. Við hefðum geta tapað leiknum í lokin en sem betur fer gerðum við vel,“ sagði Christopher Thomas Harrington þjálfari KR eftir jafntefli á móti Þór/KA á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld. „Ef þú kemur til Akureyrar og skorar þrjú mörk þá ætti það að nægja og raun ætti það að nægja í flestum leikjum þannig við erum svekkt að því leitinu að ná ekki í þrjú stig. Þetta hefði getað endað báðum meginn og eins og ég sagði áðan þá hefðum við getað tapað þannig við tökum stigið þótt auðvitað hefðu þrjú stig verið betra.“ Það er stígandi í KR liðinu að mati Harrington. „Mér finnst við hafa staðið okkur vel í síðustu þremur leikjum, á móti Þrótt þá voru við mjög góðar í fyrri hálfleik þar sem þær áttu ekki skot á markið okkar og í þeim leik missum við svolítið kraftinn í seinni hálfleik.“ „Í dag fannst mér þetta snúast um að byggja upp jákvætt hugarfar og trúa á það sem við erum að gera, að leikmennirnir sjái að þær geta vel spilað fótbolta og að þær hætti að sparka boltanum langt. Mér fannst það ganga vel í dag og það skiptir máli þessi hugarfars breyting. Við erum ánægð á hvaða leið við erum og við ætlum að halda áfram að byggja ofan á það.“ Guðmunda Brynja Óladóttir varð fyrir höfuðmeislum í leiknum og þurfti að fara af velli. „Við vitum ekki alveg hversu alvarlegt þetta er ennþá, hún er í ágætu standi inn í klefa en vonandi er þetta ekki slæmt því hún er svo mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það sást í dag á leik okkar hvað við misstum mikið þegar hún fór út af, vonandi getur hún spilað með okkur á sunnudaginn.“ KR komst tvisvar yfir í leiknum og voru betri á vellinum í fyrri hálfleik. „Þær eru mjög svekktar með þessi úrslit og það í raun segir allt sem segja þarf, hvernig þær hafa breytt því hvernig þær horfa á sína frammistöður. Við erum ekki ánægð með stigið því við vildum þrjú en við erum heldur ekki of svekktar. Stigið gerir kannski ekki mikið hvað varðar stöðuna í deildinni en þetta er samt ekki tap og það er gott“ KR Þór Akureyri KA Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
„Ef þú kemur til Akureyrar og skorar þrjú mörk þá ætti það að nægja og raun ætti það að nægja í flestum leikjum þannig við erum svekkt að því leitinu að ná ekki í þrjú stig. Þetta hefði getað endað báðum meginn og eins og ég sagði áðan þá hefðum við getað tapað þannig við tökum stigið þótt auðvitað hefðu þrjú stig verið betra.“ Það er stígandi í KR liðinu að mati Harrington. „Mér finnst við hafa staðið okkur vel í síðustu þremur leikjum, á móti Þrótt þá voru við mjög góðar í fyrri hálfleik þar sem þær áttu ekki skot á markið okkar og í þeim leik missum við svolítið kraftinn í seinni hálfleik.“ „Í dag fannst mér þetta snúast um að byggja upp jákvætt hugarfar og trúa á það sem við erum að gera, að leikmennirnir sjái að þær geta vel spilað fótbolta og að þær hætti að sparka boltanum langt. Mér fannst það ganga vel í dag og það skiptir máli þessi hugarfars breyting. Við erum ánægð á hvaða leið við erum og við ætlum að halda áfram að byggja ofan á það.“ Guðmunda Brynja Óladóttir varð fyrir höfuðmeislum í leiknum og þurfti að fara af velli. „Við vitum ekki alveg hversu alvarlegt þetta er ennþá, hún er í ágætu standi inn í klefa en vonandi er þetta ekki slæmt því hún er svo mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það sást í dag á leik okkar hvað við misstum mikið þegar hún fór út af, vonandi getur hún spilað með okkur á sunnudaginn.“ KR komst tvisvar yfir í leiknum og voru betri á vellinum í fyrri hálfleik. „Þær eru mjög svekktar með þessi úrslit og það í raun segir allt sem segja þarf, hvernig þær hafa breytt því hvernig þær horfa á sína frammistöður. Við erum ekki ánægð með stigið því við vildum þrjú en við erum heldur ekki of svekktar. Stigið gerir kannski ekki mikið hvað varðar stöðuna í deildinni en þetta er samt ekki tap og það er gott“
KR Þór Akureyri KA Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira