Tónlist

„Persónulegt og hrátt“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Hljómsveitin Tragically Unknown var að gefa út nýtt lag.
Hljómsveitin Tragically Unknown var að gefa út nýtt lag. Aðsend

Íslenska rokkhljómsveitin Tragically Unknown var að senda frá sér lagið In Between í dag, á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Hljómsveitin er skipuð þeim Helenu Hafsteinsdóttur, Oddi Mar Árnasyni og Þórgný Einari Albertssyni. Blaðamaður hafði samband við þau og fékk að heyra nánar frá nýja laginu.

Hvaðan sækið þið innblástur fyrir laginu?

Helena: Lagið varð til í eins konar improv-sessioni. Þórgnýr hafði skrifað hljóðfærapartana og ég kolféll fyrir intro-riffinu. Við spiluðum það nokkrum sinnum í gegn og svo söng ég lagið bara, það einhvern veginn kom bara til mín. Ég var ný hætt í sambandi og þetta lag var kannski bara endurspeglun af hugsunarferlinu mínu á þessum tíma. 

Platan okkar er mikið skrifuð á þeim tíma og því kannski mikill innblástur af sambandsslitum, hjartasorg og vonbrigðum í textasmíðinni en þó samtvinnað við sjálfstæði og frelsi. 

Þetta lag er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég ákvað að breyta hvorki texta né melódíu nánast neitt, þar sem mér finnst það mjög persónulegt og hrátt.

Þórgnýr: Algjörlega. Ég elska textann við þetta lag eins og reyndar alla textana sem Helena skrifar. 

Ég held ég hafi aldrei verið jafn lengi að skrifa hljóðfæraparta fyrir lag eins og í þessu tilfelli.

 Þetta þurfti ég að skrifa, endurskrifa og endurskrifa aftur og aftur og ég held að afraksturinn sé bara alveg rosalega góður. Innblásinn af einhverju leiti, eins og tónlistin okkar almennt, af hinum ýmsu aldamóta rokkhljómsveitum.

Er einhver sérstök ástæða að baki þess að þið gefið lagið út í dag, á 17. júní?

Oddur: Við erum einstaklega ánægð með þetta lag og viljum fagna því alveg rosalega. Ég get vel ímyndað mér að þjóðin vilji bara fagna laginu með okkur og jafnvel efna til einhvers konar þjóðhátíðar.

Hvernig lítur sumarið ykkar út?

Þórgnýr: Við erum að vinna í fyrstu plötunni okkar og næstu lögum sem við gefum út og sú vinna mun standa yfir sennilega eitthvað fram á sumar. Þið getið reiknað með því að heyra að minnsta kosti eitt nýtt lag í viðbót áður en sumarið er búið og svo munum við spila einhvers staðar en nánari upplýsingar um það verða tilkynntar á Instagramminu okkar. Við erum rosalega þakklát fyrir þessar fínustu viðtökur sem fyrsta lagið okkar, Villain Origin Story, fékk. Ég veit ekki hversu mörg komment ég hef lesið um hvað Helena er með fallega söngrödd og ég er bara alveg sammála.


Tengdar fréttir

„Í dag er bjartara yfir lífinu og auðveldara að gera þessa lífsreynslu upp“

Nýja íslenska rokk hljómsveitin Tragically Unknown sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag sem ber nafnið Villain Origin Story. Hljómsveitin er skipuð þeim Oddi Mar Árnasyni gítarleikara, Helenu Hafsteinsdóttur söngkonu, textasmið og lagahöfundi, og Þórgný Einari Albertssyni bassaleikara og lagahöfundi. Blaðamaður hafði samband við þau og fékk að heyra nánar frá nýja laginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.