Lífið

Breaking Bad stjarnan Bob Odenkirk á Íslandi: „Hann er hrikalega næs“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Leikarinn heimsótti veitingastaðinn Laundromat Cafe í morgun. 
Leikarinn heimsótti veitingastaðinn Laundromat Cafe í morgun.  Facebook

„Hann er uppáhaldsleikari okkar feðga og er hrikalega næs,“ segir Sölvi Snær Magnússon eigandi Laundromat Cafe í samtali við Vísi. 

Sölvi birti í morgun mynd af leikarnum Bob Odernkirk með syni sínum Daða og segir Sölvi leikarann hafa tekið vel í að láta mynda sig.

Leikarinn er hvað mest þekktur fyrir hlutverk sitt sem lögfræðingurinn Saul Goodman í Breaking Bad og „spin-off“ þættinum Better Call Saul. 

Bob er einnig þekktur sem grínisti, leikstjóri og framleiðandi og hefur hann fengið alls 16 Grammy tilnefningar fyrir störf sín. 

Ekki er vitað meira um Íslandsheimsókn leikarans að svo stöddu en hann hefur ekki birt mynd af Íslandsdvöl sinni á samfélagsmiðlum sínum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×