Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2022 22:00 Arnar Hauksson er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Vísir/Egill Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. Lykkjunni var komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda - í sumum tilvikum án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra. Ritari Siumut flokksins í Grænlandi segir reiði og sorg hafa gripið um sig meðal Grænlendinga vegna málsins. „Þetta var eins og að fá eitthvað, eins og einhver sparkaði mann í magann. Maður var fyrst að reyna að fatta þetta af því að þetta er svo stórt og umfangsmikið að maður er ekki alveg að ná utan um þetta ennþá,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritari Siumut-flokksins. Málinu sé hvergi nærri lokið. „Ég held að í þetta skiptið sé afsökunarbeiðni ekki nóg, þetta er of stórt til þess að segja afsakið, þetta var á öðrum tíma. Það er ekkert svo langt síðan þetta gerðist,“ segir Inga Dóra. Of seint fyrir margar kvennanna að verða þungaðar Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. „Maður tekur ekki fólk á fölskum forsendum og gerir eitt eða annað við það, án þess samþykkis,“ segir Arnar Hauksson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Sá skaði sem stúlkurnar urðu fyrir ætti ekki að hafa verið varanlegur. „Heldur bara tímabilið sem þær eru með lykkju í sér, þá geta þær ekki orðið þungaðar. Þær geta hins vegar fengið sýkingar, því ef þær fá móðurlífsbólgur eftir kynsjúkdóma þá getur orðið alvarleg skemmd á eggjaleiðurum eftir þetta,“ segir Arnar. Ein leið fyrir danska ríkið til að bæta upp fyrir málið hefði verið að kosta þungunarhjálp fyrir þær konur úr hópnum sem reyndu að verða þungaðar. Það sé hins vegar orðið of seint fyrir langflestar þeirra. „En þá vill maður fá að vita, ef þær hafa reynt það: Hverjir skoðuð þær og vissu ekki af þessu?“ segir Arnar. „Ef þær hafa leitað til læknis um þungunarósk og þær ekki verið upplýstar um þetta, þá er það mjög alvarlegur hlutur líka.“ Grænland Jafnréttismál Danmörk Heilbrigðismál Lykkjumálið á Grænlandi Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Lykkjunni var komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda - í sumum tilvikum án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra. Ritari Siumut flokksins í Grænlandi segir reiði og sorg hafa gripið um sig meðal Grænlendinga vegna málsins. „Þetta var eins og að fá eitthvað, eins og einhver sparkaði mann í magann. Maður var fyrst að reyna að fatta þetta af því að þetta er svo stórt og umfangsmikið að maður er ekki alveg að ná utan um þetta ennþá,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, ritari Siumut-flokksins. Málinu sé hvergi nærri lokið. „Ég held að í þetta skiptið sé afsökunarbeiðni ekki nóg, þetta er of stórt til þess að segja afsakið, þetta var á öðrum tíma. Það er ekkert svo langt síðan þetta gerðist,“ segir Inga Dóra. Of seint fyrir margar kvennanna að verða þungaðar Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. „Maður tekur ekki fólk á fölskum forsendum og gerir eitt eða annað við það, án þess samþykkis,“ segir Arnar Hauksson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Sá skaði sem stúlkurnar urðu fyrir ætti ekki að hafa verið varanlegur. „Heldur bara tímabilið sem þær eru með lykkju í sér, þá geta þær ekki orðið þungaðar. Þær geta hins vegar fengið sýkingar, því ef þær fá móðurlífsbólgur eftir kynsjúkdóma þá getur orðið alvarleg skemmd á eggjaleiðurum eftir þetta,“ segir Arnar. Ein leið fyrir danska ríkið til að bæta upp fyrir málið hefði verið að kosta þungunarhjálp fyrir þær konur úr hópnum sem reyndu að verða þungaðar. Það sé hins vegar orðið of seint fyrir langflestar þeirra. „En þá vill maður fá að vita, ef þær hafa reynt það: Hverjir skoðuð þær og vissu ekki af þessu?“ segir Arnar. „Ef þær hafa leitað til læknis um þungunarósk og þær ekki verið upplýstar um þetta, þá er það mjög alvarlegur hlutur líka.“
Grænland Jafnréttismál Danmörk Heilbrigðismál Lykkjumálið á Grænlandi Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira