Chris Pratt á einnig soninn Jack, sem er rúmlega níu ára, með fyrrum eiginkonu sinni Önnu Faris. Chris er þekktastur fyrir hlutverk sín í Parks and Recreation, Guardians of the Galaxy, Avengers og Jurassic World. Katherine er rithöfundur og elsta dóttir Tortímandans Arnold Schwarzenegger.
Samkvæmt heimildum People voru hjónin alltaf búin að vonast eftir því að geta gefið Lylu annað systkini.
„Við erum svo spennt að tilkynna fæðingu annarrar dóttur okkar, Eloise Christina Schwarzenegger Pratt. Móður og barni heilsast vel . Okkur líður svo blessuðum og þakklátum. Ást, Katherine og Chris,“
sögðu hjónin í tilkynningunni.