Veður

Hiti að þrettán stigum og hlýjast sunnan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Útsýni af Úlfarsfelli.
Útsýni af Úlfarsfelli. Vísir/Vilhelm

Spáð er breytilegri átt í dag þar sem yfirleitt verða þrír til átta metrar á sekúndu, en norðaustan fimm til tíu norðvestantil á landinu.

Á vef Veðurstofunnar segir að áfram sé dálítil rigning eða súld á Norðaustur- og Austurlandi en þar birti þó til er líður á daginn.

Suðaustanlands er skýjað og útlit fyrir nokkuð efnismiklar skúrir en um vestanvert landið er bjartviðri en nokkuð verður um síðdegisskúrir. Hiti verður á bilinu fimm til þrettán stig þar sem hlýjast verður á Suðurlandi.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag: Breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Dálítil rigning sunnantil, en annars skýjað og lítilsháttar væta. Hiti 5 til 12 stig.

Á fimmtudag (uppstigningardagur) og föstudag: Norðvestlæg átt með vætu og svölu veðri norðantil, en bjart og milt með stöku síðdegisskúrum syðra.

Á laugardag: Gengur í ákveðna suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestantil, en hægari vindur og skýjað með köflum um norðaustanvert landið. Hlýnandi veður.

Á sunnudag: Útlit fyrir sunnanátt með rigningu, en bjartviðri norðaustantil.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×