„Ríkið á að auka tækifæri fólks í þessari stöðu en ekki öfugt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2022 14:27 Eitt af fyrstu verkum Hildar Sverrisdóttur á Alþingi var að smíða frumvarp til að auka frelsi í lagaramma tæknifrjóvgana. Samsett Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði nýverið fram frumvarp til breytinga á löggjöf um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna. Frumvarpið felur í sér einföldun regluverks í kringum tæknifrjóvganir ásamt auknu frelsi og trausti til handa tilvonandi foreldrum sem þurfa að nýta sér tæknifrjóvgun. Frumvarpið felur aðallega í sér tvær breytingar á framkvæmd tæknifrjóvgunar. Annars vegar er lagt til að gjöf fósturvísa verði heimil. „Í dag má gefa egg og sæði en ekki tilbúinn fósturvísi, sem gagnvart þeim sem það þurfa er algjört gull í því samhengi. Hitt er að frumvarpinu er ætlað að útmá þá kröfu sem ríkið gerir í dag um sambúðarform, þ.e. að þurfa að vera giftur eða í staðfestri sambúð, til að mega fara í tæknifrjóvgun.“ Þetta sagði Hildur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkið á að auka tækifæri fólks en ekki öfugt Hildur tekur einnig sem dæmi par sem búið er að reyna í mörg ár að eignast barn og á fósturvísa en ákveður að vilja ekki vera par lengur. Vilji þetta par samt sem áður nota fósturvísana og eignast barn, þá er lagt blátt bann við því. „Ég tala nú ekki um samkynja par, tvær konur sem nota sitt hvort eggið og eiga þar með fósturvísa hvort um sig. Segjum ef þær myndu skilja og gera samkomulag sín á milli um að vilja hvor um sig taka sitt egg, sinn fósturvísi, þá má það heldur ekki í dag. Ríkið á að auka tækifæri fólks í þessari stöðu en ekki öfugt.“ Ekki megi þó selja fósturvísana í ágóðaskyni og er það tekið fram í frumvarpinu. Þá gilda sömu reglur um gjöf fósturvísa og gilda um gjafaegg í núgildandi löggjöf. Þannig getur barn, sem verður til vegna fósturvísagjafar, er það nær 18 ára aldri óskað eftir aðgangi að upplýsingum um nafn gjafans. Þetta á þó einungis við ef gjafi hefur ekki óskað eftir nafnleynd. Hægt er að hlusta á viðtalið við Hildi í Bítinu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan: Fordómar liggja að baki núverandi löggjöf Hildur segist hafa lagst í talsverða rannsóknarvinnu við gerð frumvarpsins en engin rök fundið fyrir núverandi tilhögun lagaumgjörðar fósturvísa. „Auðvitað er þetta framandi fyrir marga og það er ekki ýkja langt síðan við vorum skeptísk gagnvart samkynhneigðum og þeirra barneignum, en nú er öldin önnur." Þannig telur Hildur slíkan ótta hafa hægt á ferlinu almennt og flækt það. „Sé passað upp á öll réttindi gagnvart barninu þá sé ég engan eðlismun á þessum barneignum og öðrum. Í raun er þetta einföld lagabreyting sem mun skipta marga miklu og vera algjör lykilbreyta gagnvart þeim sem þetta varðar.“ Þekkir þessi mál af eigin raun Hildur hefur sjálf verið í þessari stöðu og gert sér grein fyrir ýmsum vanköntum í tæknifrjóvgunarferlinu. „Við það að rýna í þennan heim hnaut ég um ýmis atriði sem betur mætti fara. Í fyrsta lagi þessi atriði sem ég er að laga í þessu frumvarpi, einnig reglur um ættleiðingar sem mætti færa betur inn í samtímann. Varðandi kostnaðarþátttöku ríkisins er hið opinbera alltaf að meta hvenær í ferlinu best sé að koma til móts við fólk og sú vinna er alltaf í gangi.“ Samstaða flokkanna falleg skilaboð Að baki frumvarpsins standa þingmenn úr öllum flokkum þingsins sem Hildur segir falleg skilaboð. „Ég lagði svolítið á mig til að hafa þetta þannig. Þetta þýðir þó ekki að allir þingmenn séu skuldbundnir til að samþykkja frumvarpið en ég hef enn ekki fengið að heyra neikvæðar raddir hingað til.“ Alþingi Réttindi barna Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Frjósemi Bítið Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Frumvarpið felur aðallega í sér tvær breytingar á framkvæmd tæknifrjóvgunar. Annars vegar er lagt til að gjöf fósturvísa verði heimil. „Í dag má gefa egg og sæði en ekki tilbúinn fósturvísi, sem gagnvart þeim sem það þurfa er algjört gull í því samhengi. Hitt er að frumvarpinu er ætlað að útmá þá kröfu sem ríkið gerir í dag um sambúðarform, þ.e. að þurfa að vera giftur eða í staðfestri sambúð, til að mega fara í tæknifrjóvgun.“ Þetta sagði Hildur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkið á að auka tækifæri fólks en ekki öfugt Hildur tekur einnig sem dæmi par sem búið er að reyna í mörg ár að eignast barn og á fósturvísa en ákveður að vilja ekki vera par lengur. Vilji þetta par samt sem áður nota fósturvísana og eignast barn, þá er lagt blátt bann við því. „Ég tala nú ekki um samkynja par, tvær konur sem nota sitt hvort eggið og eiga þar með fósturvísa hvort um sig. Segjum ef þær myndu skilja og gera samkomulag sín á milli um að vilja hvor um sig taka sitt egg, sinn fósturvísi, þá má það heldur ekki í dag. Ríkið á að auka tækifæri fólks í þessari stöðu en ekki öfugt.“ Ekki megi þó selja fósturvísana í ágóðaskyni og er það tekið fram í frumvarpinu. Þá gilda sömu reglur um gjöf fósturvísa og gilda um gjafaegg í núgildandi löggjöf. Þannig getur barn, sem verður til vegna fósturvísagjafar, er það nær 18 ára aldri óskað eftir aðgangi að upplýsingum um nafn gjafans. Þetta á þó einungis við ef gjafi hefur ekki óskað eftir nafnleynd. Hægt er að hlusta á viðtalið við Hildi í Bítinu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan: Fordómar liggja að baki núverandi löggjöf Hildur segist hafa lagst í talsverða rannsóknarvinnu við gerð frumvarpsins en engin rök fundið fyrir núverandi tilhögun lagaumgjörðar fósturvísa. „Auðvitað er þetta framandi fyrir marga og það er ekki ýkja langt síðan við vorum skeptísk gagnvart samkynhneigðum og þeirra barneignum, en nú er öldin önnur." Þannig telur Hildur slíkan ótta hafa hægt á ferlinu almennt og flækt það. „Sé passað upp á öll réttindi gagnvart barninu þá sé ég engan eðlismun á þessum barneignum og öðrum. Í raun er þetta einföld lagabreyting sem mun skipta marga miklu og vera algjör lykilbreyta gagnvart þeim sem þetta varðar.“ Þekkir þessi mál af eigin raun Hildur hefur sjálf verið í þessari stöðu og gert sér grein fyrir ýmsum vanköntum í tæknifrjóvgunarferlinu. „Við það að rýna í þennan heim hnaut ég um ýmis atriði sem betur mætti fara. Í fyrsta lagi þessi atriði sem ég er að laga í þessu frumvarpi, einnig reglur um ættleiðingar sem mætti færa betur inn í samtímann. Varðandi kostnaðarþátttöku ríkisins er hið opinbera alltaf að meta hvenær í ferlinu best sé að koma til móts við fólk og sú vinna er alltaf í gangi.“ Samstaða flokkanna falleg skilaboð Að baki frumvarpsins standa þingmenn úr öllum flokkum þingsins sem Hildur segir falleg skilaboð. „Ég lagði svolítið á mig til að hafa þetta þannig. Þetta þýðir þó ekki að allir þingmenn séu skuldbundnir til að samþykkja frumvarpið en ég hef enn ekki fengið að heyra neikvæðar raddir hingað til.“
Alþingi Réttindi barna Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Frjósemi Bítið Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira