Sport

Byrjuðu á risasigri í Zagreb

Sindri Sverrisson skrifar
Ísland skoraði tíu mörk gegn Suður-Afríku og Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði þrjú þeirra.
Ísland skoraði tíu mörk gegn Suður-Afríku og Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði þrjú þeirra. mynd/Stjepan Cizmadija

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann risasigur gegn Suður-Afríku, 10-1, í fyrsta leik á HM í dag.

Ísland leikur í B-riðli 2. deildar og mætir næst Tyrklandi á fimmtudaginn, því næst heimakonum á laugardaginn og loks Áströlum á sunnudaginn.

Í dag var aldrei spurning hvernig færi og var staðan þegar orðin 5-0 eftir fyrsta leikhluta. Ísland bætti svo við þremur mörkum í öðrum leikhluta og tveimur í þeim síðasta áður en Suður-Afríka náði að klóra í bakkann í lokin.

Herborg Rut Geirsdóttir varafyrirliði var valin maður leiksins úr röðum Íslands.mynd/Stjepan Cizmadija

Herborg Rut Geirsdóttir var valin maður leiksins úr röðum Íslands. Fyrirliðinn Silvía Rán Björgvinsdóttir var markahæst með þrjú mörk og eina stoðsendingu en Hilma Bergsdóttir skoraði tvö mörk og þær Sunna Björgvinsdóttir, Brynhildur Hjaltested, Katrín Rós Björnsdóttir, Sigrún Agatha Árnadóttir og Gunnborg Petra Jóhannsdóttir eitt mark hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×