Íslandi spáð 23. sæti á úrslitakvöldinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2022 12:30 Systur tryggðu Íslandi sæti í úrslitum Eurovision í gærkvöldi. EBU/SARAH LOUISE BENNETT Systurnar Sigga, Beta og Elín munu stíga á svið í seinni hluta á úrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Tórínó á Ítalíu á laugardag. Þær tryggðu Íslandi sæti í úrslitunum í gærkvöldi þvert á slæma spá. Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Ísland komst áfram upp úr fyrri undanriðli Eurovision í úrslitin í gær. Systrum hafði ekki verið spáð framgöngu í úrslitin í veðbönkum en klukkutímana fyrir undankeppnina sagði spá veðbankanna að 37 prósent líkur væru á því að systurnar kæmust í úrslitin. Systur sögðu sjálfar í samtali við Vísi í gær að það hafi komið þeim á óvart þegar nafn Íslands var kallað af kynnunum við upplistun þeirra landa sem komust í úrslit í gærkvöldi. „Já, þetta kom á óvart. Á Íslandi, þegar einhver segir manni nógu oft að maður sé ekki að fara að komast í gegn, þá er maður bara ó, ókei. Svo bara allt í einu, what? Við komumst í gegn,“ sögðu systur í samtali við fréttastofu eftir að niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Átján lönd munu keppa um tíu sæti í úrslitum á seinna undanúrsitakvöldinu á morgun. Þar er Svíþjóð, Póllandi og Ástralíu spáð bestu gengi en Rúmenía, Ísrael, Írland, Georgía, Svartfjallaland og Norður-Makedónía talin ólíkleg til framgöngu. San Marínó og Malta eru í baráttusætum. Úrslitin fara svo fram í Eurovision-höllinni í Tórínó á laugardag þar sem tuttugu og fimm lönd keppa til úrslita. Fyrir liggur að Armenía, Frakkand, Þýskaland, Holland, Noregur, Portúgal, Spánn, Sviss, Úkraína, Ítalía, Grikkland, Ísland, Litháen, Moldóva og Bretland muni keppa í úrslitum en í ljós kemur á morgun hvaða tíu lönd bætast við. Íslandi er nú spáð 23. sæti á úrslitakvöldinu.Skjáskot Samkvæmt veðbönkum eru helmingslíkur á að Úkraína beri sigur úr bítum í keppninni og Ítalía talin næstsigurstranglegust með 12 prósenta vinningslíkur. Þar á eftir koma Bretland og Svíþjóð. Ísland er nú í 23. sæti í veðbönkum. Eurovision Júrógarðurinn Tónlist Tengdar fréttir Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11 Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun. 10. maí 2022 22:19 Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Ísland komst áfram upp úr fyrri undanriðli Eurovision í úrslitin í gær. Systrum hafði ekki verið spáð framgöngu í úrslitin í veðbönkum en klukkutímana fyrir undankeppnina sagði spá veðbankanna að 37 prósent líkur væru á því að systurnar kæmust í úrslitin. Systur sögðu sjálfar í samtali við Vísi í gær að það hafi komið þeim á óvart þegar nafn Íslands var kallað af kynnunum við upplistun þeirra landa sem komust í úrslit í gærkvöldi. „Já, þetta kom á óvart. Á Íslandi, þegar einhver segir manni nógu oft að maður sé ekki að fara að komast í gegn, þá er maður bara ó, ókei. Svo bara allt í einu, what? Við komumst í gegn,“ sögðu systur í samtali við fréttastofu eftir að niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Átján lönd munu keppa um tíu sæti í úrslitum á seinna undanúrsitakvöldinu á morgun. Þar er Svíþjóð, Póllandi og Ástralíu spáð bestu gengi en Rúmenía, Ísrael, Írland, Georgía, Svartfjallaland og Norður-Makedónía talin ólíkleg til framgöngu. San Marínó og Malta eru í baráttusætum. Úrslitin fara svo fram í Eurovision-höllinni í Tórínó á laugardag þar sem tuttugu og fimm lönd keppa til úrslita. Fyrir liggur að Armenía, Frakkand, Þýskaland, Holland, Noregur, Portúgal, Spánn, Sviss, Úkraína, Ítalía, Grikkland, Ísland, Litháen, Moldóva og Bretland muni keppa í úrslitum en í ljós kemur á morgun hvaða tíu lönd bætast við. Íslandi er nú spáð 23. sæti á úrslitakvöldinu.Skjáskot Samkvæmt veðbönkum eru helmingslíkur á að Úkraína beri sigur úr bítum í keppninni og Ítalía talin næstsigurstranglegust með 12 prósenta vinningslíkur. Þar á eftir koma Bretland og Svíþjóð. Ísland er nú í 23. sæti í veðbönkum.
Eurovision Júrógarðurinn Tónlist Tengdar fréttir Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11 Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun. 10. maí 2022 22:19 Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11
Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun. 10. maí 2022 22:19
Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06