Tónlist

Júrógarðurinn: Þetta eru lögin sem keppa í fyrri undankeppninni í kvöld

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Íslenski hópurinn er númer fjórtán á svið í kvöld.
Íslenski hópurinn er númer fjórtán á svið í kvöld. EBU

Í kvöld keppa sautján lög á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision hér í Tórínó á Ítalíu og Systur eru meðal þeirra keppenda. Aðeins tíu lög komast áfram á lokakvöldið næstkomandi laugardag.

Hér má sjá lista yfir keppendur kvöldsins í þeirri röð sem þeir koma fram. Við erum númer fjórtán á svið á eftir Austurríki, sem flytur partí lagið Halo, og á undan Grikklandi, sem flytur dramatísku ballöðuna Die Together.

Júrógarðurinn tók upp hlaðvarp áður en haldið var á vit Eurovision ævintýranna í Tórínó um öll lögin sem keppa og spiluðum við bút úr hverju lagi. Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Júrógarðurinn: Lögin sem keppa í Eurovision í ár

Hér má svo sjá alla keppendurna:

Albania - Ronela Hajati - Sekret.EBU
Lettland - Citi Zēni - Eat Your Salad.EBU

Litháen - Monika Liu - SentimentaiEBU

Sviss - Marius Bear - Boys Do CryEBU

Slóvenía - LPS - DiskoEBU
Úkraína - Kalush Orchestra - StefaniaEBU
Búlgaría - Intelligent Music Project - IntentionEBU

Holland - S10 - De DiepteEBU

Moldóvía - Zdob şi Zdub & Advahov Brothers - Trenulețul.EBU

Portúgal - MARO - Saudade, SaudadeEBU

Króatía - Mia Dimšić - Guilty PleasureEBU

Danmörk - REDDI - The ShowEBU

Austurríki - LUM!X og Pia Maria - HaloEBU

Ísland - Systur - Með Hækkandi SólEBU

Grikkland - Amanda Georgiadi Tenfjord - Die TogetherEBU

Noregur - Subwoolfer - Give That Wolf A BananaEBU

Armenía - Rosa Linn - SnapEBU

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Átti ekki von á svona mörgum viðtalsbeiðnum frá erlendum fjölmiðlum

„Ég hélt einhvern veginn fyrir fram að það yrði minna af viðtalsbeiðnum frá blaðamönnum og svona en það hefur ekki verið. Stelpurnar eru með skýr skilaboð sem fólk hlustar á,“ sagði Rúnar Freyr í viðtali á túrkís dreglinum á opnunarhátíð Eurovision í gær.

Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur

Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×