Innlent

Skjálfta­hrina við Kleifar­vatn gæti haft á­hrif á vatns­stöðu

Jakob Bjarnar skrifar
Kleifarvatn er sérstakt náttúrufyrirbæri en ekkert beint frárennsli er í vatninu heldur fer það sína leið um hraunið. Vatnsstaðan hefur verið breytileg og nú er horft til þess hvort skjálftahrina geti orðið til að opna greiðari leið út.
Kleifarvatn er sérstakt náttúrufyrirbæri en ekkert beint frárennsli er í vatninu heldur fer það sína leið um hraunið. Vatnsstaðan hefur verið breytileg og nú er horft til þess hvort skjálftahrina geti orðið til að opna greiðari leið út. vísir/arnar

Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmunds­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála.

Skjálftinn átti upptök sín á sjö kílómetra dýpi og er staðsettur norðvestanmegin undir vatninu. En töluverð jarðskjálftahrina hefur verið á svæðinu að undanförnu, alls um 70 frá miðnætti. Lovísa Mjöll segir það í sjálfu sér ekkert nýtt. Þarna eru flekaskil og þegar við bætist að kvikusöfnun sem hefur greinst á svæðinu, landris, þá sé viðbúið að jörð skjálfi.

„Já, þarna hefur verið virkni undanfarna daga en í rauninni nokkuð sem við megum búat við,“ segir Lovísa Mjöll en „GPS-inn“ og myndavélar sýna að ris er að eiga sér stað.

Kleifarvatn, þetta stærsta stöðuvatn Reykjaness, er sérstakt hvað það varðar að ekkert frárennsli er frá vatninu. Það leitar út um gljúpan botninn og í hraunið sem þarna er. Vatnsstaðan hefur verið breytileg og til að mynda var vatnsstaðan afar lág 2001, svo mjög að mælitæki Vatnamælinga voru komin á þurrt. Lovísa Mjöll segir ekkert liggja fyrir um vatnsstöðuna núna og hafði því ekki svör á reiðum höndum við því hvort skjálftarnir gætu leitt til aukins fráflæðis.

Áhyggjur af slíku komu fram í máli Óskar Sævarssonar, landvarðar í Reykjanesfólkvangi, en Kristján Már Unnarsson ræddi við hann 2020 í tilefni þess að stórar bergfyllur hrundu úr Krísuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust við stóran skjálfta sem þá reið yfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×