Tónlist

Hljómsveitin Måneskin kemur fram á Eurovision í Tórínó

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Måneskin í Rotterdam.
Måneskin í Rotterdam. Getty

Skipuleggjendur Eurovision tilkynntu rétt í þessu að Måneskin munu koma fram á keppninni í ár. Hljómsveitin Måneskin sigraði Eurovision í Rotterdam á síðasta ári.

Mikil óvissa hefur verið um það hvort sigurvegararnir myndu mæta til Ítalíu og flytja sigurlagið þar sem þau eru í upptökum í Los Angeles þessa dagana. 

Nú er það staðfest að við fáum að sjá endurkomu Måneskin á Eurovision sviðið á lokakvöldi keppninnar í næstu viku. Hér í blaðamannahöllinni í Tórínó eru margir að fagna þessum fréttum og ljóst er að hljómsveitin á stóran aðdáendahóp. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.