Oddvitaáskorunin: Gómaður í heita pottinum á nýársmorgun Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2022 09:00 Davíð hefur gaman af göngutúrum með hundunum. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Davíð Arnar Stefánsson leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Davíð Arnar Stefánsson, en aldrei kallaður Dabbi. Ég er Gaflari í móður- og föðurfjölskyldu, ættaður af Sjónarhóli og úr Urriðakoti. Þetta gæti eldri Hafnfirðingum þótt áhugavert og ég er stoltur af uppruna mínum. Ég fæddist hins vegar ekki á Sólvangi. Ég var svo kölluð sitjandi fæðing og þeir treystu sér ekki til að taka móti mér þar eftir því sem ég kemst næst. Það fylgir því auðvitað ákveðin höfnun en ég hef náð að vinna mig út úr því. Ég er giftur Margréti Gauju Magnúsdóttur, deildarstjóra ungmennahúsa í Hafnarfirði, og saman eigum við þrjú börn, tvo hunda og tvo ketti. Ég er menntaður garðyrkjufræðingur, húsasmiður, landfræðingur og auðvitað stúdent frá Flensborg. Ég starfa sem sérfræðingur á sviði sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni og er í draumastarfi. Áður var ég forstöðumaður þekkingarsetursins Nýheima á Höfn í Hornafirði þar sem fjölskyldan bjó í nokkur ár og fékkst við margskonar samfélagsverkefni og byggðaþróun, sem var reyndar engu síðra starf. Ég á stórafmæli á árinu, verð fimmtugur í fyrsta skiptið. Ég er alinn upp hjá ömmu minni og afa, Steinu og Sigga Arndal, fyrst á Vitastígnum og síðan á Erluhrauninu. Í dag bý ég í Bjarnabæ. Ég gekk í Lækjarskóla og æfði íþróttir með FH þar sem ég hélt til í Kaplakrika lengur en nokkru barni er raunverulega hollt. Ég fann mig ekki í framhaldsskóla og strauk í Garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi þar sem ég rakst á sjálfan mig aftur. Skömmu síðar kynntist ég Margréti minni sem hefur svona meira eða minna fylgt mér síðan. Ég hef unnið allskonar störf í landi en aldrei verið til sjós því ég verð sjóveikur af minnsta tilefni. Besta og skemmtilegasta starf sem ég unnið er landvarsla í Skaftafelli á tíunda áratugnum. Þar vaknaði náttúruverndaráhugi sem hafði blundað í mér án þess ég gerði mér grein fyrir því. Ef starfsferill minn og bakgrunnur er skoðaður kemur í ljós að ég hef alla tíð sótt í störf og verkefni sem fela í sér samspil manns og náttúru með einhverjum hætti. Og nú býð ég mig fram til þjónustu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar til að vinna að umhverfis- og náttúruverndarmálum, og auðvitað öllu því sem tengist samfélaginu í Hafnarfirði, ásamt félögum mínum í VG og öðrum bæjarfulltrúum. Davíð og eiginkonan, Margrét Gauja. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Tveir staðir koma til greina, annars vegar Hornafjörður, þar sem við fjölskyldan bjuggum um tíma, einkum Öræfin; og hins vegar Hafnarfjörður. Hafnarfjörður verður ofan á eðli málsins samkvæmt, n.t.t. Hörðuvellir, horft niður lækinn þar sem ég ólst upp. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já, það vantar gosbrunn í miðbæinn. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Mér hefur verið bent á margt skrítið í mínum þankagangi, til að mynda þráhyggju fyrir gosbrunnum. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Það hlýtur að vera á nýársmorgun 1994 þegar ég stalst með stelpu í heita pottinn í Sundhöll Hafnarfjarðar eftir ball í bænum. Við vorum varla sest þegar lögregluna bar að garði og bað okkur vinsamlegast að fara upp úr. Eðlilega var farið með okkur á stöðina, tekin skýrsla og við skömmuð og sektuð. En ég er giftur þessari sömu stelpu í dag og þetta voru fyrstu kynni okkar Margrétar. Davíð og börnin. Hvað færðu þér á pizzu? Sveppi og þistilhjörtu, löðrandi í chilli-olíu. Hvaða lag peppar þig mest? David með gusgus, eðli málsins samkvæmt þar sem það kallar fram hugrenningartengsl og ég sé fyrir mér mág minn Dabba Magg. Æðislegt lag og gírandi. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 15-20 með góðu móti. Gæti kreist fram 5-10 í viðbót ef það væru góð verðlaun. Göngutúr eða skokk? 15-20 með góðu móti. Gæti kreist fram 5-10 í viðbót ef það væru góð verðlaun. Uppáhalds brandari? Á engan uppáhalds brandara – finnst þeir sjaldan fyndnir. En horfi á Family guy með 11 ára syni mínum nánast daglega og finnst allt fyndið. Ráðlagður dagsskammtur er tveir þættir. Hvað er þitt draumafríi? Skíðaferð til Austurríkis með fjölskylduna og get ekki beðið þar til næst. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvorugt. Mér leið vel bæði árin en kannski var 2020 erfiðara þar sem Margrét mín veiktist illa af Covid snemma árs og var veik allt það ár. Davíð á hjólinu. Uppáhalds tónlistarmaður? Maggi Kjartans, frábær lagahöfundur, æðislegur söngvari, og aldrei betri heldur en þegar hann rokkar. Svo er hann auðvitað tengdapabbi minn og góður vinur. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Já, ég hóf framhaldsskólanám í Versló og það er rannsóknarefni. Hvergi hef ég veið jafn mikið eins og fiskur á þurru landi þótt ég hafi eignast marga af mínum bestu vinum. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Hafi það farið framhjá einhverjum þá erum við Hilmir Snær tvífarar og hvergi er það bersýnilegra en í Verbúðinni. Hefur þú verið í verbúð? Nei, en ég hef verið í allskonar slarki og verkavinnu, mest garðyrkju og smíði, í allskonar búðum. Áhrifamesta kvikmyndin? Brokeback mountain, ég á agalega erfitt með ást í meinum, það tekur á mig. Frábær mynd. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, það er engin hætta á því. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Í Öræfin, ég á góða vini við rætur Vatnajökuls og þar hef ég átt margar af mínum bestu stundum. Margrét mín líka svo það kemur eiginlega ekki annað til greina. Læt sennilega verða af því einn daginn. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Get ekki með nokkru móti gert upp á milli „Woman in love“ með Barböru Streisand og svo „Is it true“ með Jóhönnu Guðrúnu. Háu nóturnar fara alveg með mig. Botnaði Jóhönnu í bílnum á dögunum á leið í Vogana og varð að keyra út í vegöxl til að jafna mig á eftir, grét svo mikið. Embed: Yohanna - Is It True (Iceland) 2009 Eurovision Song Contest https://www.youtube.com/watch?v=qqE69feyEOU Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00 Oddvitaáskorunin: Batt spottann í drifskaftið Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 09:00 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Fleiri fréttir Stórir eyrnarlokkar í gellupartýi Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Sjá meira
Davíð Arnar Stefánsson leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Davíð Arnar Stefánsson, en aldrei kallaður Dabbi. Ég er Gaflari í móður- og föðurfjölskyldu, ættaður af Sjónarhóli og úr Urriðakoti. Þetta gæti eldri Hafnfirðingum þótt áhugavert og ég er stoltur af uppruna mínum. Ég fæddist hins vegar ekki á Sólvangi. Ég var svo kölluð sitjandi fæðing og þeir treystu sér ekki til að taka móti mér þar eftir því sem ég kemst næst. Það fylgir því auðvitað ákveðin höfnun en ég hef náð að vinna mig út úr því. Ég er giftur Margréti Gauju Magnúsdóttur, deildarstjóra ungmennahúsa í Hafnarfirði, og saman eigum við þrjú börn, tvo hunda og tvo ketti. Ég er menntaður garðyrkjufræðingur, húsasmiður, landfræðingur og auðvitað stúdent frá Flensborg. Ég starfa sem sérfræðingur á sviði sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni og er í draumastarfi. Áður var ég forstöðumaður þekkingarsetursins Nýheima á Höfn í Hornafirði þar sem fjölskyldan bjó í nokkur ár og fékkst við margskonar samfélagsverkefni og byggðaþróun, sem var reyndar engu síðra starf. Ég á stórafmæli á árinu, verð fimmtugur í fyrsta skiptið. Ég er alinn upp hjá ömmu minni og afa, Steinu og Sigga Arndal, fyrst á Vitastígnum og síðan á Erluhrauninu. Í dag bý ég í Bjarnabæ. Ég gekk í Lækjarskóla og æfði íþróttir með FH þar sem ég hélt til í Kaplakrika lengur en nokkru barni er raunverulega hollt. Ég fann mig ekki í framhaldsskóla og strauk í Garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi þar sem ég rakst á sjálfan mig aftur. Skömmu síðar kynntist ég Margréti minni sem hefur svona meira eða minna fylgt mér síðan. Ég hef unnið allskonar störf í landi en aldrei verið til sjós því ég verð sjóveikur af minnsta tilefni. Besta og skemmtilegasta starf sem ég unnið er landvarsla í Skaftafelli á tíunda áratugnum. Þar vaknaði náttúruverndaráhugi sem hafði blundað í mér án þess ég gerði mér grein fyrir því. Ef starfsferill minn og bakgrunnur er skoðaður kemur í ljós að ég hef alla tíð sótt í störf og verkefni sem fela í sér samspil manns og náttúru með einhverjum hætti. Og nú býð ég mig fram til þjónustu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar til að vinna að umhverfis- og náttúruverndarmálum, og auðvitað öllu því sem tengist samfélaginu í Hafnarfirði, ásamt félögum mínum í VG og öðrum bæjarfulltrúum. Davíð og eiginkonan, Margrét Gauja. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Tveir staðir koma til greina, annars vegar Hornafjörður, þar sem við fjölskyldan bjuggum um tíma, einkum Öræfin; og hins vegar Hafnarfjörður. Hafnarfjörður verður ofan á eðli málsins samkvæmt, n.t.t. Hörðuvellir, horft niður lækinn þar sem ég ólst upp. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já, það vantar gosbrunn í miðbæinn. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Mér hefur verið bent á margt skrítið í mínum þankagangi, til að mynda þráhyggju fyrir gosbrunnum. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Það hlýtur að vera á nýársmorgun 1994 þegar ég stalst með stelpu í heita pottinn í Sundhöll Hafnarfjarðar eftir ball í bænum. Við vorum varla sest þegar lögregluna bar að garði og bað okkur vinsamlegast að fara upp úr. Eðlilega var farið með okkur á stöðina, tekin skýrsla og við skömmuð og sektuð. En ég er giftur þessari sömu stelpu í dag og þetta voru fyrstu kynni okkar Margrétar. Davíð og börnin. Hvað færðu þér á pizzu? Sveppi og þistilhjörtu, löðrandi í chilli-olíu. Hvaða lag peppar þig mest? David með gusgus, eðli málsins samkvæmt þar sem það kallar fram hugrenningartengsl og ég sé fyrir mér mág minn Dabba Magg. Æðislegt lag og gírandi. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 15-20 með góðu móti. Gæti kreist fram 5-10 í viðbót ef það væru góð verðlaun. Göngutúr eða skokk? 15-20 með góðu móti. Gæti kreist fram 5-10 í viðbót ef það væru góð verðlaun. Uppáhalds brandari? Á engan uppáhalds brandara – finnst þeir sjaldan fyndnir. En horfi á Family guy með 11 ára syni mínum nánast daglega og finnst allt fyndið. Ráðlagður dagsskammtur er tveir þættir. Hvað er þitt draumafríi? Skíðaferð til Austurríkis með fjölskylduna og get ekki beðið þar til næst. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvorugt. Mér leið vel bæði árin en kannski var 2020 erfiðara þar sem Margrét mín veiktist illa af Covid snemma árs og var veik allt það ár. Davíð á hjólinu. Uppáhalds tónlistarmaður? Maggi Kjartans, frábær lagahöfundur, æðislegur söngvari, og aldrei betri heldur en þegar hann rokkar. Svo er hann auðvitað tengdapabbi minn og góður vinur. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Já, ég hóf framhaldsskólanám í Versló og það er rannsóknarefni. Hvergi hef ég veið jafn mikið eins og fiskur á þurru landi þótt ég hafi eignast marga af mínum bestu vinum. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Hafi það farið framhjá einhverjum þá erum við Hilmir Snær tvífarar og hvergi er það bersýnilegra en í Verbúðinni. Hefur þú verið í verbúð? Nei, en ég hef verið í allskonar slarki og verkavinnu, mest garðyrkju og smíði, í allskonar búðum. Áhrifamesta kvikmyndin? Brokeback mountain, ég á agalega erfitt með ást í meinum, það tekur á mig. Frábær mynd. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, það er engin hætta á því. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Í Öræfin, ég á góða vini við rætur Vatnajökuls og þar hef ég átt margar af mínum bestu stundum. Margrét mín líka svo það kemur eiginlega ekki annað til greina. Læt sennilega verða af því einn daginn. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Get ekki með nokkru móti gert upp á milli „Woman in love“ með Barböru Streisand og svo „Is it true“ með Jóhönnu Guðrúnu. Háu nóturnar fara alveg með mig. Botnaði Jóhönnu í bílnum á dögunum á leið í Vogana og varð að keyra út í vegöxl til að jafna mig á eftir, grét svo mikið. Embed: Yohanna - Is It True (Iceland) 2009 Eurovision Song Contest https://www.youtube.com/watch?v=qqE69feyEOU Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00 Oddvitaáskorunin: Batt spottann í drifskaftið Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 09:00 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Fleiri fréttir Stórir eyrnarlokkar í gellupartýi Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Sjá meira
Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00
Oddvitaáskorunin: Batt spottann í drifskaftið Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 09:00