Lífið

Ingó tilkynnti í dómsal að hann ætti von á barni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ingólfur Þórarinsson upplýsti í dómsal í morgun að hann eigi von á barni með kærustu sinni.
Ingólfur Þórarinsson upplýsti í dómsal í morgun að hann eigi von á barni með kærustu sinni. Vísir/Vilhelm

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, sagði frá því í dómsal í morgun að hann ætti von á barni.

Aðalmeðferð í máli Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu. Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra um sig verði dæmd dauð og ómerk. Þá krefst hann þriggja milljóna króna í miskabætur. 

Blaðamaður Vísis er í dómssal. 

Í vitnisburði sínum sagðist Ingó eiga von á sínu fyrsta barni í október. Ingó og Alexandra Ýr Davíðsdóttir opinberuðu samband sitt í júní á síðasta ári eins og við sögðum frá hér á Vísi.

Alexandra er stödd í dómsal í dag og sýnir manni sínum stuðning.

Skjáskot af Instagram síðu Alexöndru síðan í júní árið 2021.

Tengdar fréttir

Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómssal

Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10.

Ingó segist ekki hafa neinu að tapa lengur

Síðasta tæpa ár hefur reynst Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni þungbært en hann hefur setið undir ásökunum um margvíslegt kynferðislegt ofbeldi. Ingólfur vísar ásökunum alfarið á bug og hefur nú skrifað grein þar sem hann fer ítarlega yfir sína hlið mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×