Erlent

Bret­lands­drottning fagnar 96 ára af­mæli

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Drottningin við móttöku í Sandringham í febrúar síðastliðnum.
Drottningin við móttöku í Sandringham í febrúar síðastliðnum. Getty/Giddens

Elísabet önnur drottning Bretlands fagnar 96 ára afmæli í dag. Hún hyggst eyða deginum með fjölskyldu og vinum á býli í Norfolk í Englandi.

Drottningin dvelur þessa dagana í Windsor-kastala en býlið sem hún hyggst dvelja á í tilefni afmælisins var í sérstöku uppáhaldi hjá Filippusi prins, eiginmanni Elísabetar, sem lést fyrir rúmu ári síðan.

Hertoginn og hertogaynjan af Cambridge óskuðu drottningunni til hamingju með afmælið á Twitter og sögðu Elísabetu veita Bretum innblástur. Á myndinni er drottningin og Filippus heitinn ásamt sjö barnabarnabörnum þeirra.

Buckingham-höll tísti einnig mynd af drottningunni hvar Elísabet er tveggja ára gömul. Myndin er tekin árið 1928.

Elísabet önnur drottning Bretlands og fjórtán samveldisríkja hefur í dag verið drottning í sjötíu ár, lengur en nokkur annar hefur setið í hásæti í Bretlandi. Hún heldur jafnan upp á daginn sem hún varð drottning í Sandringham kastala en Georg VI faðir hennar lést hinn 6. febrúar 1952. Hún var síðan krýnd tæplega ári síðar.


Tengdar fréttir

Elísabet II hin sprækasta eftir sjö áratugi á valdastóli

Elísabet önnur drottning Bretlands og fjórtán samveldisríkja hefur í dag verið drottning í sjötíu ár, lengur en nokkur annar hefur setið í hásæti í Bretlandi. Hún lýsti því yfir í gær að Kamilla eiginkona Karls Bretaprins fái drottningartitil þegar hann tekur við krúnunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.