Menning

KÚNST: Hughreysting til vinkonu varð að einhvers konar alheims orku sannleika

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Myndlistarkonan Kristín Dóra Ólafsdóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST.
Myndlistarkonan Kristín Dóra Ólafsdóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST. Vilhelm Gunnarsson/Vísir

Myndlistarkonan Kristín Dóra Ólafsdóttir er þekkt fyrir grípandi textaverk í bland við falleg form á striga. Hún er mikil talskona dagbókarskrifa og segir skrifin gjarnan einhvers konar leit að sannleika en hefur gaman að því hvernig orðin geta aðlagað sig að breyttum aðstæðum hverju sinni. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.

Í þættinum sýnir Kristín fyrstu skissuna af verkinu „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta“, en verkið hefur vakið töluverða athygli og textinn verið yfirfærður bæði á fána og málverk.

„Þetta átti fyrst að vera hughreysting til vinkonu í sambandserfiðleikum, en þegar Covid skall á varð þetta allt í einu að einhvers konar alheims orku sannleika. Það vissi enginn hvað átti að gera! 

Mér finnst það líka svo fallegt við skáldskapinn að hann getur einhvern veginn verið allra.“

Verk sem átti alltaf að vera fyrir son hennar

„Ég gerði eitt verk þar sem orðin voru: „Mér er sama þótt ég missi svefn út af þér“. Sem var í raun einhver ástar búbblu tilfinning. Því svefn er mér mjög mikilvægur og ef manni er sama þótt maður missi svefn út af einhverri annarri manneskju þá segir það í raun að manni þyki vænt um hana. 

Og núna hangir þetta verk inni hjá syni mínum og mér finnst það svo fallegt.“

Kristín segist ekki hafa vitað það þá en auðvitað átti verkið að vera fyrir son hennar og svona geti orðin komið skemmtilega á óvart eftir á.

„Mér finnst það svo gaman, að orðin finni sér alltaf flöt og vettvang. Aðstæður breytast og orðin aðlaga sig að þeim.“

Hér má sjá þáttinn í heild sinni:

Klippa: KÚNST - Kristín Dóra

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.


Tengdar fréttir

Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu

Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×