Þetta gerðist á „sterkasta uppgjafarglímumóti landsins“ um helgina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. apríl 2022 07:00 Kristján Helgi Hafliðason og Anna Soffía Víkingsdóttir tóku nokkra verðlaunagripi með sér heim. Ásgeir Marteinsson/Mjölnir Mjölnir Open 16 fór fram síðastliðinn laugardag þar sem tæplega 90 keppendur voru skráðir til leiks. Kristján Helgi Hafliðason og Anna Soffía Víkingsdóttir voru sigurvegarar dagsins, en keppendur úr Mjölni unnu öll gullverðlaun á mótinu nema í þyngsta flokki kvenna og opnum flokki kvenna. Mótið var vel sótt en sex klúbbar sendu keppendur á mótið í ár. Anna Soffía Víkingsdóttir frá Atlantic AK varði titlana sína síðan í fyrra en hún sigraði bæði +70 kg flokk kvenna og opinn flokk kvenna líkt og í fyrra. Anna Soffía vann allar fjórar glímur sínar á uppgjafartaki. Anna Soffía hefur nú unnið Mjölnir Open oftar en nokkur önnur íþróttakona. Ásgeir Marteinsson/Mjölnir Kristján Helgi Hafliðason úr Mjölni vann +99 kg flokk karla þrátt fyrir að vigta sig inn aðeins 94 kg. Hann tók síðan opinn flokk karla eftir sigur á liðsfélaga sínum úr Mjölni, Halldóri Loga Valssyni. Af sex glímum Kristjáns kláraði hann fimm af þeim með uppgjafartaki en tókst ekki að klára Mikael Leó Aclipen úr Mjölni í opna flokkinum. Kristján fór í gegnum allar glímurnar án þess að fá eitt stig skorað á sig. Valentin Fels vann -77 kg flokk karla sem var fjölmennasti flokkur mótsins. Valentin vann allar fjórar glímurnar sínar á uppgjafartaki og er þetta í þriðja sinn í röð sem hann tekur gull á Mjölnir Open. Ásgeir Marteinsson/Mjölnir Ómar Yamak vann -88 kg flokk karla (sá næst fjölmennasti á mótinu) og vann líka allar glímurnar sínar á uppgjafartaki. Það tók Ómar rúmar 6 mínútur samanlagt að vinna glímurnar fjórar og fékk hann ekkert stig skorað á sig. Þetta var í fjórða sinn sem Ómar vinnur gull á Mjölnir Open en í fyrsta sinn sem hann vinnur -88 kg flokkinn. Halldór Logi Valsson vann -99 kg flokk karla og vann báðar glímurnar sínar í flokknum á uppgjafartaki. Hann fór síðan alla leið í úrslit í opnum flokki en tapaði fyrir Kristjáni eins og fyrr segir. Viktor Gunnarsson vann -66 kg flokk karla eftir þrjá sigra. Þetta er í fyrsta sinn sem Viktor nær gulli á Mjölnir Open en hafði áður unnið til gullverðlauna á Mjölnir Open ungmenna. Ásgeir Marteinsson/Mjölnir Ingibjörg Birna Ársælsdóttir vann -70 kg flokk kvenna sem var fjölmennasti kvennaflokkur mótsins. Inga Birna tók síðan silfur í opnum flokki og átti góðan dag. Lili Racz vann -60 kg flokk kvenna og vann báðar glímurnar sínar á uppgjafartaki. Lili hefur verið dugleg að keppa erlendis á undanförnum mánuðum og var þetta góður undirbúningur fyrir hennar næstu keppni á Grapplefest í maí. Svipmyndir frá þessu glæsilega móti má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mjölnir Open Tengdar fréttir Mjölnir Open fer fram á morgun: „Sterkasta uppgjafarglímumót landsins“ Á morgun fer fram Mjölnir Open 16 í húsakynnum bardagafélagsins Mjölnis. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 2006, að undanskildu árinu 2020 þegar kórónuveiran setti strik í reikninginn, og verður þetta því í 16. sinn sem mótið er haldið. 8. apríl 2022 18:39 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Mótið var vel sótt en sex klúbbar sendu keppendur á mótið í ár. Anna Soffía Víkingsdóttir frá Atlantic AK varði titlana sína síðan í fyrra en hún sigraði bæði +70 kg flokk kvenna og opinn flokk kvenna líkt og í fyrra. Anna Soffía vann allar fjórar glímur sínar á uppgjafartaki. Anna Soffía hefur nú unnið Mjölnir Open oftar en nokkur önnur íþróttakona. Ásgeir Marteinsson/Mjölnir Kristján Helgi Hafliðason úr Mjölni vann +99 kg flokk karla þrátt fyrir að vigta sig inn aðeins 94 kg. Hann tók síðan opinn flokk karla eftir sigur á liðsfélaga sínum úr Mjölni, Halldóri Loga Valssyni. Af sex glímum Kristjáns kláraði hann fimm af þeim með uppgjafartaki en tókst ekki að klára Mikael Leó Aclipen úr Mjölni í opna flokkinum. Kristján fór í gegnum allar glímurnar án þess að fá eitt stig skorað á sig. Valentin Fels vann -77 kg flokk karla sem var fjölmennasti flokkur mótsins. Valentin vann allar fjórar glímurnar sínar á uppgjafartaki og er þetta í þriðja sinn í röð sem hann tekur gull á Mjölnir Open. Ásgeir Marteinsson/Mjölnir Ómar Yamak vann -88 kg flokk karla (sá næst fjölmennasti á mótinu) og vann líka allar glímurnar sínar á uppgjafartaki. Það tók Ómar rúmar 6 mínútur samanlagt að vinna glímurnar fjórar og fékk hann ekkert stig skorað á sig. Þetta var í fjórða sinn sem Ómar vinnur gull á Mjölnir Open en í fyrsta sinn sem hann vinnur -88 kg flokkinn. Halldór Logi Valsson vann -99 kg flokk karla og vann báðar glímurnar sínar í flokknum á uppgjafartaki. Hann fór síðan alla leið í úrslit í opnum flokki en tapaði fyrir Kristjáni eins og fyrr segir. Viktor Gunnarsson vann -66 kg flokk karla eftir þrjá sigra. Þetta er í fyrsta sinn sem Viktor nær gulli á Mjölnir Open en hafði áður unnið til gullverðlauna á Mjölnir Open ungmenna. Ásgeir Marteinsson/Mjölnir Ingibjörg Birna Ársælsdóttir vann -70 kg flokk kvenna sem var fjölmennasti kvennaflokkur mótsins. Inga Birna tók síðan silfur í opnum flokki og átti góðan dag. Lili Racz vann -60 kg flokk kvenna og vann báðar glímurnar sínar á uppgjafartaki. Lili hefur verið dugleg að keppa erlendis á undanförnum mánuðum og var þetta góður undirbúningur fyrir hennar næstu keppni á Grapplefest í maí. Svipmyndir frá þessu glæsilega móti má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mjölnir Open
Tengdar fréttir Mjölnir Open fer fram á morgun: „Sterkasta uppgjafarglímumót landsins“ Á morgun fer fram Mjölnir Open 16 í húsakynnum bardagafélagsins Mjölnis. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 2006, að undanskildu árinu 2020 þegar kórónuveiran setti strik í reikninginn, og verður þetta því í 16. sinn sem mótið er haldið. 8. apríl 2022 18:39 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Mjölnir Open fer fram á morgun: „Sterkasta uppgjafarglímumót landsins“ Á morgun fer fram Mjölnir Open 16 í húsakynnum bardagafélagsins Mjölnis. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 2006, að undanskildu árinu 2020 þegar kórónuveiran setti strik í reikninginn, og verður þetta því í 16. sinn sem mótið er haldið. 8. apríl 2022 18:39