Tónlist

Helmingurinn ánægður með framlagið til Eurovision

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigga, Elín og Beta Eyþórsdættur eiga framlag Íslendinga til Eurovision í ár. Með þeim á sviðinu verður bróðir þeirra Eyþór.
Sigga, Elín og Beta Eyþórsdættur eiga framlag Íslendinga til Eurovision í ár. Með þeim á sviðinu verður bróðir þeirra Eyþór. Vísir/Hulda Margrét Óladóttir

Helmingur Íslendinga segist ánægður með framlag okkar til Eurovision þetta árið. Það er samkvæmt könnum sem Prósent framkvæmdi nýverið en einungis tuttugu prósent sögðu óánægð.

Niðurstöður Prósents gefa til kynna að ánægjan með framlagið eykst töluvert með aldri. Í 18 – 24 ára sögðust 44 prósent óánægð með lagið og einungis átta prósent í aldurshópnum 65 ára og eldri. Sama er upp á teningnum með það hvort þessir hópar eru ánægðir með lagið.

32 prósent 18 til 24 ára segjast ánægð en þegar kemur að 65 og eldri segjast 63 prósent ánægð.

Helmingur Íslendinga telur sömuleiðis líklegt að lagið komist áfram í úrslitakeppni Eurovision þetta árið en 24 prósent telja það ólíklegt.

45 prósent þeirra sem sögðust ánægð með lagið telja líklegt að það komist áfram úr undankeppninni en 22 prósent þeirra telja það ólíklegt.

95 prósent þeirra sem eru óánægð með lagið telja ólíklegt að það komist í úrslitakeppnina.

Könnunin var gerð frá 21. til 31. mars og 1.127 manns tóku þátt í henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×