„Þetta er fólkið sem mann hefur dreymt um að keppa við“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2022 10:00 Baldvin Þór Magnússon fagnaði með fjölskyldu sinni í Belgrad í gær eftir að hafa hlaupið sig inn í úrslitin á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. Á neðri myndinni má sjá Baldvin á ferðinni í gærmorgun, fjórða í röðinni. Aðsend/Getty „Ég get ekki beðið eftir því að hlaupa og eltast við heimsmeistaratitil,“ segir Baldvin Þór Magnússon sem náði frábærum árangri á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í gær, þegar hann hljóp sig inn í úrslit í 3.000 metra hlaupi. Baldvin naut sín í botn fyrir framan fjölskyldu sína og aðra áhorfendur, á hlaupabrautinni í Belgrad, og náði að vera í hópi þeirra 15 keppenda sem hlaupa til úrslita í 3.000 metra hlaupi á morgun kl. 11.10 að íslenskum tíma. „Þetta var markmiðið þegar ég kom hingað og það er bara geðveikt að hafa náð því. Það verður frábært að taka þátt í hlaupi sem endar með því að einhver verður heimsmeistari. Ég er ekkert smá spenntur. Ég geri mitt besta og svo sjáum við til hvað það felur í sér,“ segir Baldvin, sem er 22 ára gamall. Fjölskyldan mætti til Belgrad og fær annað hlaup Frammistaðan á HM er í góðum takti við hraðan uppgang Baldvins á síðustu árum, á meðan hann hefur hlaupið og sinnt námi við Eastern Michigan-háskólann í Bandaríkjunum. Baldvin er stoltur Íslendingur, fæddur á Akureyri, en hefur þó búið erlendis stærstan hluta ævinnar. Hann er sonur hjónanna Katrínar Snædal Húnsdóttur og Magnúsar Þórs Magnússonar en fjölskyldan flutti til Hull í Englandi þegar Baldvin var fimm ára. Katrín, Magnús og Heiðrún, systir Baldvins, voru öll mætt til Belgrad í gær og verða meðal áhorfenda á morgun þegar stærsta stund ferilsins til þessa rennur upp hjá hlauparanum. „Þetta er langstærsta mót sem ég hef komið á. Það jafnast ekkert á við þetta – að keppa við fólk sem á ólympíumedalíur og heimsmet. Þetta er fólkið sem mann hefur dreymt um að keppa við. Fjölskyldan mín hefur ekki komist að horfa á mig hlaupa í mörg ár og það er ótrúlega gaman að þau hafi komið hingað og fái að sjá ekki eitt heldur tvö hlaup,“ segir Baldvin. Svekktur þegar hann kom í mark Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Hann hljóp í fyrsta riðli af þremur og hafnaði í 6. sæti í riðlinum, en þurfti að bíða og sjá hvernig hinir riðlarnir færu til að vita hvort hann kæmist í úrslit. Fjórir fremstu í hverjum riðli komust beint áfram, og svo þrír til viðbótar með bestan tíma og var Baldvin einn af þeim. Baldvin Þór Magnússon á ferðinni í gær, næstfremstur á mynd.EPA-EFE/ANTHONY ANEX „Ég bjóst kannski ekki við þessu og vissi alveg að þetta yrði mjög erfitt, en ég veit líka að ég er mjög góður í svona keppnum. Ég hleyp yfirleitt vel á stórum mótum. Mér fannst ég því alltaf eiga séns en það er samt ótrúlegt að hafa náð því. Ég var frekar svekktur þegar ég kom í mark því við fórum ekkert rosalega hratt af stað, og svo komst einn fram úr mér alveg í blálokin. Þá hugsaði ég: „Nei! Ef að þetta verður munurinn á því hvort ég kemst í úrslit þá er það ömurlegt.“ En svo horfði maður á seinni tvö hlaupin og var ekkert smá ánægður,“ segir Baldvin sem slapp við að kútveltast í fyrsta hring hlaupsins í gær, þegar tveir keppinauta hans féllu í brautinni, og lét það ekki á sig fá: „Það er svo mikið stress og spenna í gangi, og svona getur gerst. Ég var heppinn að sleppa því þetta var þarna alveg við hliðina á mér. Svo komst maður vel og rólega inn í hlaupið og keyrði sig svo alveg út og í mark.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sjá meira
Baldvin naut sín í botn fyrir framan fjölskyldu sína og aðra áhorfendur, á hlaupabrautinni í Belgrad, og náði að vera í hópi þeirra 15 keppenda sem hlaupa til úrslita í 3.000 metra hlaupi á morgun kl. 11.10 að íslenskum tíma. „Þetta var markmiðið þegar ég kom hingað og það er bara geðveikt að hafa náð því. Það verður frábært að taka þátt í hlaupi sem endar með því að einhver verður heimsmeistari. Ég er ekkert smá spenntur. Ég geri mitt besta og svo sjáum við til hvað það felur í sér,“ segir Baldvin, sem er 22 ára gamall. Fjölskyldan mætti til Belgrad og fær annað hlaup Frammistaðan á HM er í góðum takti við hraðan uppgang Baldvins á síðustu árum, á meðan hann hefur hlaupið og sinnt námi við Eastern Michigan-háskólann í Bandaríkjunum. Baldvin er stoltur Íslendingur, fæddur á Akureyri, en hefur þó búið erlendis stærstan hluta ævinnar. Hann er sonur hjónanna Katrínar Snædal Húnsdóttur og Magnúsar Þórs Magnússonar en fjölskyldan flutti til Hull í Englandi þegar Baldvin var fimm ára. Katrín, Magnús og Heiðrún, systir Baldvins, voru öll mætt til Belgrad í gær og verða meðal áhorfenda á morgun þegar stærsta stund ferilsins til þessa rennur upp hjá hlauparanum. „Þetta er langstærsta mót sem ég hef komið á. Það jafnast ekkert á við þetta – að keppa við fólk sem á ólympíumedalíur og heimsmet. Þetta er fólkið sem mann hefur dreymt um að keppa við. Fjölskyldan mín hefur ekki komist að horfa á mig hlaupa í mörg ár og það er ótrúlega gaman að þau hafi komið hingað og fái að sjá ekki eitt heldur tvö hlaup,“ segir Baldvin. Svekktur þegar hann kom í mark Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Hann hljóp í fyrsta riðli af þremur og hafnaði í 6. sæti í riðlinum, en þurfti að bíða og sjá hvernig hinir riðlarnir færu til að vita hvort hann kæmist í úrslit. Fjórir fremstu í hverjum riðli komust beint áfram, og svo þrír til viðbótar með bestan tíma og var Baldvin einn af þeim. Baldvin Þór Magnússon á ferðinni í gær, næstfremstur á mynd.EPA-EFE/ANTHONY ANEX „Ég bjóst kannski ekki við þessu og vissi alveg að þetta yrði mjög erfitt, en ég veit líka að ég er mjög góður í svona keppnum. Ég hleyp yfirleitt vel á stórum mótum. Mér fannst ég því alltaf eiga séns en það er samt ótrúlegt að hafa náð því. Ég var frekar svekktur þegar ég kom í mark því við fórum ekkert rosalega hratt af stað, og svo komst einn fram úr mér alveg í blálokin. Þá hugsaði ég: „Nei! Ef að þetta verður munurinn á því hvort ég kemst í úrslit þá er það ömurlegt.“ En svo horfði maður á seinni tvö hlaupin og var ekkert smá ánægður,“ segir Baldvin sem slapp við að kútveltast í fyrsta hring hlaupsins í gær, þegar tveir keppinauta hans féllu í brautinni, og lét það ekki á sig fá: „Það er svo mikið stress og spenna í gangi, og svona getur gerst. Ég var heppinn að sleppa því þetta var þarna alveg við hliðina á mér. Svo komst maður vel og rólega inn í hlaupið og keyrði sig svo alveg út og í mark.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sjá meira