Gulldrottning Vetrarólympíuleikanna í Peking er hætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2022 16:01 Therese Johaug fékk síðasta gullið sitt afhent á lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í Peking eftir sigur sinn í 30 kílómetra göngu. AP/Jae C. Hong Norska skíðagöngudrottningin Therese Johaug hefur ákveðið að setja keppnisskíðin sín upp á hillu. Hún keppir í síðasta skiptið á ferlinum á morgun. Therese Johaug vann þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking en þrátt fyrir að eiga langan og sigursælan feril þá voru það hennar fyrstu gull á Ólympíuleikum. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Johaug er 33 ára gömul og hefur unnið allt sem er í boði í sinni grein. Það vantaði bara Ólympíugull og þau komu í hús í síðasta mánuði. Johaug hefur unnið 64 einstaklingsmót í heimsbikarnum og hefur alls unnið fjórtán gull á heimsmeistaramótum. „Það á eftir að klára einhver mót á tímabilinu en nú er rétti tíminn fyrir mig að einbeita mér að öðru heldur en afreksíþróttum,“ sagði Therese Johaug í fréttatilkynningu. „Að mörgu leyti líður mér eins og ég sé að loka hringnum,“ skrifaði Johaug í færslu á Instagram en síðasta keppnin hennar verður á Holmenkollen þar sem hún varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2011. „Ef ég segi alveg eins og er þá vil ég ekki að þetta ferðalag endi aldrei en það er alltaf rétti tíminn fyrir allt. Ég tel að nú sé rétti tíminn til að hætta að eyða öllum tíma mínum í skíðagönguíþróttina,“ skrifaði Johaug. Johaug hefur haft mikla yfirburði í sínum greinum síðan hún snéri aftur árið 2019 eftir tveggja ára lyfjabann. Hún var dæmd í bannið eftir að clostebol fannst í sýni hennar en hún sjálf segir að það hafi komið úr varasalva sem hún notaði við slæmum varaþurrki. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese) Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Noregur Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Therese Johaug vann þrenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking en þrátt fyrir að eiga langan og sigursælan feril þá voru það hennar fyrstu gull á Ólympíuleikum. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Johaug er 33 ára gömul og hefur unnið allt sem er í boði í sinni grein. Það vantaði bara Ólympíugull og þau komu í hús í síðasta mánuði. Johaug hefur unnið 64 einstaklingsmót í heimsbikarnum og hefur alls unnið fjórtán gull á heimsmeistaramótum. „Það á eftir að klára einhver mót á tímabilinu en nú er rétti tíminn fyrir mig að einbeita mér að öðru heldur en afreksíþróttum,“ sagði Therese Johaug í fréttatilkynningu. „Að mörgu leyti líður mér eins og ég sé að loka hringnum,“ skrifaði Johaug í færslu á Instagram en síðasta keppnin hennar verður á Holmenkollen þar sem hún varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2011. „Ef ég segi alveg eins og er þá vil ég ekki að þetta ferðalag endi aldrei en það er alltaf rétti tíminn fyrir allt. Ég tel að nú sé rétti tíminn til að hætta að eyða öllum tíma mínum í skíðagönguíþróttina,“ skrifaði Johaug. Johaug hefur haft mikla yfirburði í sínum greinum síðan hún snéri aftur árið 2019 eftir tveggja ára lyfjabann. Hún var dæmd í bannið eftir að clostebol fannst í sýni hennar en hún sjálf segir að það hafi komið úr varasalva sem hún notaði við slæmum varaþurrki. View this post on Instagram A post shared by Therese (@johaugtherese)
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Noregur Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira