„Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2022 12:30 Áslaug María lýsir átakanlegu heimilisofbeldi sem hún bjó við sem barn í þættinum Heimilisofbeldi. Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. Í þættinum segir Áslaug að hún hafi sloppið tólf ára úr prísund foreldra sinna þegar faðir hennar var dæmdur fyrir áratug af ofbeldi á meðan móðir hennar lamdi hana nánast daglega. Í dag er Áslaug 48 ára hamingjusöm móðir í Garðabænum en hún segir að faðir hennar hafi byrjað að leita á hana um fjögurra til fimm ára aldurinn. Áslaug segir að faðir hennar hafi nauðgað henni fleiri hundruð sinnum í mörg ár. Móðir hennar hafi einnig beitt hana líkamlegu ofbeldi. „Einn daginn kem ég heim eftir skóla og þarna var ég byrjuð að farða mig frekar ung, það var 80‘ og Madonna var í tísku og svona og maður var að reyna fylgja því. Fyrir utan það var maður svolítið að reyna fela sig og ég var ekki ánægð með sjálfan mig,“ segir Áslaug og bætir við að hún hafi alltaf farðað sig fyrir utan heimilið og þrifið það strax af sér þegar heim var komið. „Einu sinni gleymi ég því og held að hún sé ekki heima. Hún rífur mig inn á bað og lætur mig þrífa mig í framan. Ég er alltaf að streitast á móti. Hún var með einhverja járnbyssu sem bróðir minn átti og lemur mig í hausinn með henni,“ segir Áslaug og lýsir hún því síðan hvernig móðir hennar tók sturtuhausinn og þreif henni harkalega í framan og lét hana vita að: „að ég sé drusla og hóra og væri alltaf að mála mig eins og helvítis hóra.“ Áslaug segist einu sinni hafa týnt peysunni sinni og voru afleiðingarnar ekki góðar. „Hún kýlir mig í framan og ég í raun nefbrotna, eitthvað sem ég komst að mörgum árum seinna. Ég lá þarna í blóði mínu og þá kemur hún og leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki og segir að ég megi ekki lána peysuna mín. Ég finn þarna að ég er að líða út af og hugsa með mér að núna er þetta búið, núna er ég að fara deyja. Þá kemur pabbi minn, dregur hana inn í stofu og lúber hana.“ Vísir varar við að efni þáttanna gæti valdið vanlíðan hjá því fólki sem þekkir heimilisofbeldi af eigin raun. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Átakanleg saga Áslaugar Maríu Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Í þættinum segir Áslaug að hún hafi sloppið tólf ára úr prísund foreldra sinna þegar faðir hennar var dæmdur fyrir áratug af ofbeldi á meðan móðir hennar lamdi hana nánast daglega. Í dag er Áslaug 48 ára hamingjusöm móðir í Garðabænum en hún segir að faðir hennar hafi byrjað að leita á hana um fjögurra til fimm ára aldurinn. Áslaug segir að faðir hennar hafi nauðgað henni fleiri hundruð sinnum í mörg ár. Móðir hennar hafi einnig beitt hana líkamlegu ofbeldi. „Einn daginn kem ég heim eftir skóla og þarna var ég byrjuð að farða mig frekar ung, það var 80‘ og Madonna var í tísku og svona og maður var að reyna fylgja því. Fyrir utan það var maður svolítið að reyna fela sig og ég var ekki ánægð með sjálfan mig,“ segir Áslaug og bætir við að hún hafi alltaf farðað sig fyrir utan heimilið og þrifið það strax af sér þegar heim var komið. „Einu sinni gleymi ég því og held að hún sé ekki heima. Hún rífur mig inn á bað og lætur mig þrífa mig í framan. Ég er alltaf að streitast á móti. Hún var með einhverja járnbyssu sem bróðir minn átti og lemur mig í hausinn með henni,“ segir Áslaug og lýsir hún því síðan hvernig móðir hennar tók sturtuhausinn og þreif henni harkalega í framan og lét hana vita að: „að ég sé drusla og hóra og væri alltaf að mála mig eins og helvítis hóra.“ Áslaug segist einu sinni hafa týnt peysunni sinni og voru afleiðingarnar ekki góðar. „Hún kýlir mig í framan og ég í raun nefbrotna, eitthvað sem ég komst að mörgum árum seinna. Ég lá þarna í blóði mínu og þá kemur hún og leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki og segir að ég megi ekki lána peysuna mín. Ég finn þarna að ég er að líða út af og hugsa með mér að núna er þetta búið, núna er ég að fara deyja. Þá kemur pabbi minn, dregur hana inn í stofu og lúber hana.“ Vísir varar við að efni þáttanna gæti valdið vanlíðan hjá því fólki sem þekkir heimilisofbeldi af eigin raun. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Átakanleg saga Áslaugar Maríu
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira