Sport

Annar á heimslistanum í hástökki í sínum aldursflokki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Viggó Sigfinnsson er mjög efnilegur hástökkvari sem er farin að ná í skottið á besta hástökkvara Íslandssögunnar.
Kristján Viggó Sigfinnsson er mjög efnilegur hástökkvari sem er farin að ná í skottið á besta hástökkvara Íslandssögunnar. Instagram/@kristjanviggo

Ísland hefur eignast mjög öflugan hástökkvara eins og Kristján Viggó Sigfinnsson sýndi og sannaði á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss sem fór fram í Laugardalshöll um helgina.

Kristján Viggó náði besta afreki mótsins þegar hann setti mótsmet með því að stökkva 2,20 metra í fyrstu tilraun. Þetta er einnig jöfnun á aldursflokkameti í 18-19 ára flokki.

Kristján er með þessum árangri er orðinn annar besti í heiminum í sínum aldursflokki ásamt þremur öðrum en þar er við að tala um hástökkvara undir tvítugu. Hann hlaut 1090 stig fyrir afrekið sem er stigafjöldi sem enginn annar náði á mótinu.

Kristján reyndi að bæta metið enn frekar en hækkaði þá ránna upp í 2,23 metra. Hann komst ekki yfir það í þetta skiptið. Einhverjir hefðu bara hækkað um tvo sentimetra en Kristján ætlaði að gera enn betur eins og sjá má í viðtalinu við hann hér fyrir neðan.

Kristján Viggó er fæddur í apríl 2003 og þetta er því eitt allra síðasta tækifæri hans til að keppa í átján og nítján ára aldursflokknum.

Hann jafnaði þarna aldursflokkamet Einars Karls Hólm Hjartarsonar sem setti það í marsmánuði 1999. Einar Karl á Íslandsmet karla en hann stökk 2,28 metra í febrúar 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×