Sport

Tom Brady leikur í Hollywood kvikmynd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Brady verður áfram í sviðsljósinu þrátt fyrir að hann sé hættur að spila.
Tom Brady verður áfram í sviðsljósinu þrátt fyrir að hann sé hættur að spila. Getty/Cliff Welch

Tom Brady er hættur að spila í NFL-deildinni en hann er strax kominn með fótinn inn í annars konar skemmtanaiðnað.

Brady er 44 ára gamall og var að klára sitt 22. tímabil í NFL-deildinni. Það var smá drama í kringum það þegar kom í ljós að hann væri að fara að setja skóna upp á hillu en hann spilaði tvö síðustu tímabilin sín með Tampa Bay Buccaneers.

Brady er nú að fara að leik í Hollywood kvikmynd sem fer í framleiðslu í vor. The Hollywood Reporter sagði fyrst frá.

Brady mun þar leika sjálfan sig en myndin mun heita „80 for Brady“ og verður mynd um bílferð eldri kvenna á Super Bowl leik.

Myndin er því með NFL-þema. Frægar leikkonur munu leika á móti Brady í myndinni eða þær Lily Tomlin, Jane Fonda, Rita Moreno og Sally Field.

Þessar fjórar konur ferðast á Super Bowl leikinn þar sem Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots á móti Atlanta Falcons. Það var fimmti titill Brady af sjö.

Brady stofnaði framleiðslufyrirtækið 199 Productions í mars 2020 og það mun taka þátt í framleiðslu myndarinnar ásamt Paramount Pictures og Endeavor Content.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×