„Var ekki manneskja fyrir honum á þessum tíma, ég var bara kynlífsleikfang“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2022 10:30 Sara Björk bjó við mikið heimilisofbeldi í nokkur ár. Sara Björk Sigurðardóttir lýsir áralöngu sambandi með karlmanni sem ofbeldisfullu á margan hátt. Karlmaðurinn hafi beitt hana andlegu ofbeldi, neytt hana til kynlífs með öðrum mönnum og tekið athæfið upp á myndbönd. Sara Björk sagði sögu sína í þættinum Heimilisofbeldi á Stöð 2 í gærkvöldi. Sara segir manninn hafa nauðgað sér þegar hún svaf og tekið það einnig upp á myndband. Sara eignaðist stúlku með manninum og hafa þau í dag sameiginlega forsjá yfir barninu. Hún ákvað einn daginn að kæra hann, en málið var látið niður falla þrátt fyrir að myndbönd hafi verið til. Hún segist seinna hafa komist að því að maðurinn hafi haldið fram hjá sér öll árin og meðal annars með fjölskyldumeðlimum hennar. Hann hafi einfaldlega logið að þeim konum að þau væru í opnu sambandi. Brotin og ónýt Í þættinum í gær lýsir Sara atviki þegar maðurinn hafði skipulagt kynlífskvöld ásamt öðrum manni á hóteli. „Þá var aðalmálið að hann vildi sjá mig vera með manni sem væri með rosalega stóran. Ég sagði að það væri ekki nein fantasía hjá mér að vera með einhverjum öðrum manni en ég var bara brotin og ónýt,“ segir Sara og heldur áfram. „Eins ljótt og það er þá hafði mamma mín gefið okkur nótt á hóteli og hann vildi nýta hana í þetta. Mamma kom að norðan og passaði fyrir mig. Ég drekk í mig kjark eins og áður og ég man eftir því að hann er að sofa hjá mér þessi maður og mér finnst það vont af því að hann er eins og hann er. Hann dregur mig inn á bað og ég er að reyna útskýra fyrir honum að mér finnist þetta vont og mig langaði ekki að gera þetta,“ segir Sara. Hún bætir við að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hún æsir sig við barnsföður sinn. „Ég segi við hann, mér finnst þetta svo vont af því að hann er með svo stóran. Þarna var ég með tárin í augunum. Ég gleymi aldrei grímunni sem kom upp á honum, að ég skyldi voga mér að segja að þessi maður væri á einhvern hátt stærri en hann og þarna eyðilagði ég kvöldið og hann lét mig aldrei gleyma þessu. Þessi maður sem kom þarna og ég þekki ekki neitt, hann sýndi þessu meiri skilning en maki minn. Ef hún vill ekki meir, eða henni finnst þetta vont þá eigum við ekki að vera að þessu. Ég var ekki manneskja fyrir honum á þessum tíma, ég var bara kynlífsleikfang sem hann gat notað.“ Í gærkvöldi fór Sindri Sindrason af stað með nýja þætti sem kallast Heimilisofbeldi. Í þeim fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Klippa: Var ekki manneskja fyrir honum á þessum tíma, ég var bara kynlífsleikfang Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Sara segir manninn hafa nauðgað sér þegar hún svaf og tekið það einnig upp á myndband. Sara eignaðist stúlku með manninum og hafa þau í dag sameiginlega forsjá yfir barninu. Hún ákvað einn daginn að kæra hann, en málið var látið niður falla þrátt fyrir að myndbönd hafi verið til. Hún segist seinna hafa komist að því að maðurinn hafi haldið fram hjá sér öll árin og meðal annars með fjölskyldumeðlimum hennar. Hann hafi einfaldlega logið að þeim konum að þau væru í opnu sambandi. Brotin og ónýt Í þættinum í gær lýsir Sara atviki þegar maðurinn hafði skipulagt kynlífskvöld ásamt öðrum manni á hóteli. „Þá var aðalmálið að hann vildi sjá mig vera með manni sem væri með rosalega stóran. Ég sagði að það væri ekki nein fantasía hjá mér að vera með einhverjum öðrum manni en ég var bara brotin og ónýt,“ segir Sara og heldur áfram. „Eins ljótt og það er þá hafði mamma mín gefið okkur nótt á hóteli og hann vildi nýta hana í þetta. Mamma kom að norðan og passaði fyrir mig. Ég drekk í mig kjark eins og áður og ég man eftir því að hann er að sofa hjá mér þessi maður og mér finnst það vont af því að hann er eins og hann er. Hann dregur mig inn á bað og ég er að reyna útskýra fyrir honum að mér finnist þetta vont og mig langaði ekki að gera þetta,“ segir Sara. Hún bætir við að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hún æsir sig við barnsföður sinn. „Ég segi við hann, mér finnst þetta svo vont af því að hann er með svo stóran. Þarna var ég með tárin í augunum. Ég gleymi aldrei grímunni sem kom upp á honum, að ég skyldi voga mér að segja að þessi maður væri á einhvern hátt stærri en hann og þarna eyðilagði ég kvöldið og hann lét mig aldrei gleyma þessu. Þessi maður sem kom þarna og ég þekki ekki neitt, hann sýndi þessu meiri skilning en maki minn. Ef hún vill ekki meir, eða henni finnst þetta vont þá eigum við ekki að vera að þessu. Ég var ekki manneskja fyrir honum á þessum tíma, ég var bara kynlífsleikfang sem hann gat notað.“ Í gærkvöldi fór Sindri Sindrason af stað með nýja þætti sem kallast Heimilisofbeldi. Í þeim fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Klippa: Var ekki manneskja fyrir honum á þessum tíma, ég var bara kynlífsleikfang
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira