Bíó og sjónvarp

Dýrið í kosningu BAFTA

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hér má sjá leikkionuna Naomi Rapace sem fer með aðalhlutverkið í myndinni.
Hér má sjá leikkionuna Naomi Rapace sem fer með aðalhlutverkið í myndinni. Dýrið

Kvikmyndin Dýrið, eða Lamb á ensku, er á lista í fyrstu umferð kosningar bresku kvikmyndaakademíunnar. Þann 3. febrúar næstkomandi munu endanlegar tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna liggja fyrir.

Þetta kemur fram á lista Hollywood Reporter en Dýrið er á lista meðal fimmtán annarra kvikmynda sem ekki eru á ensku. Aðrar kvikmyndir á listanum eru meðal annars Flee, A Hero, Drive My Car og Petite Maman.

Dýrið er fyrsta kvikmynd Valdimars Jóhannessonar í fullri lengd en hún skartar meðal annars Hollywood-stjörnunni Noomi Rapace í aðalhlutverki. Þá eru aðeins tveir aðrir leikarar sem fara með línur í myndinni en það eru þeir Hilmir Snær Guðnason og Björn Hlynur Haraldsson.

Myndin fjallar um hjónin Maríu og Ingvar sem búa á sveitabæ þar sem þau halda kindur og hesta. Í sauðburði dettur eitthvað „óvanalegt“ upp í hendurnar á þeim en stiklu fyrir myndina má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Dýrið: Stiklan spillir flottri mynd

Dýrið er fyrsta kvikmynd Valdimars Jóhannssonar í fullri lengd. Hún skartar Hollywood-stjörnunni Noomi Rapace í aðalhlutverki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.