Tónlist

Þetta eru lögin sem keppa í Söngva­keppninni 2022

Eiður Þór Árnason skrifar
Allir keppendurnir í ár.
Allir keppendurnir í ár. RÚV

Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars.

Þau tvö lög sem hljóta flest atkvæði í símakosningu hvort kvöld tryggja sér sæti í úrslitum. Minnst fjögur lög keppa því til úrslita 12. mars en framkvæmdastjórn keppninnar getur bætt einu lagi við. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV en öll keppnin fer fram í kvikmyndaverinu í Gufunesi í Reykjavík þar sem áhorfendum verður boðið að fylgjast með. Kynnar Söngvakeppninnar í ár eru Björg Magnúsdóttir, Jón Jónsson og Ragnhildur Steinunn. Öllum lögum sem teflt verður fram í Söngvakeppninni var lekið á netið áður en RÚV kynnti þau opinberlega í kvöld.

Samkvæmt reglum keppninnar eru lögin flutt á íslensku í undanúrslitum en á úrslitakvöldinu á því tungumáli sem til stendur að flytja það á í Eurovision. Öll lög keppninnar í ár koma einnig út í enskri útgáfu, fyrir utan lagið Með hækkandi sól. 

Eftirfarandi lög keppa í Söngvakeppninni 2022

Fyrri undanúrslit 26. febrúar

Don’t you know (íslenska útgáfan)

  • Flytjendur: Amarosis
  • Lag og texti: Már & Ísold
Systkinin Ísold og Már Gunnarsbörn, þekkt sem Amarosis.RÚV

Ljósið

  • Flytjandi: Stefán Óli
  • Lag: Andri Þór Jónsson og Birgir Steinn Stefánsson
  • Texti: Stefán Hilmarsson
Stefán Óli.RÚV

Gía

  • Flytjandi: Haffi Haff
  • Lag: Steinar Jónsson og Sigurður Ásgeir Árnason
  • Texti: Hafsteinn Þór Guðjónsson og Sigurður Ásgeir Árnason
Haffi Haff.RÚV

Hjartað mitt

  • Flytjandi: Stefanía Svavarsdóttir
  • Lag: Halldór Gunnar Pálsson
  • Texti: Magnús Þór Sigmundsson
Stefanía Svavarsdóttir.RÚV

Með hækkandi sól

  • Flytjendur: Sigga, Beta og Elín
  • Lag og texti: Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir
Sigga, Beta og Elín.RÚV

Seinni undanúrslit 5. mars

Mögulegt

  • Flytjandi: Markéta Irglová
  • Lag: Markéta Irglová
  • Texti: Markéta Irglová og Sturla Mio Þórisson
Markéta Irglová.RÚV

Hækkum í botn

  • Flytjendur: SUNCITY & SANNA
  • Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon
  • Texti: Valgeir Magnússon og Davíð Guðbrandsson
SUNCITY & SANNA.RÚV

Tökum af stað

  • Flytjendur: Reykjavíkurdætur (Daughters of Reykjavík)
  • Lag og texti: Reykjavíkurdætur (Daughters of Reykjavík)
Reykjavíkurdætur.RÚV

Þaðan af

  • Flytjandi: Katla
  • Lag: Jóhannes Damian Patreksson, Kristinn Óli S. Haraldsson, Hafsteinn Þráinsson og Snorri Beck
  • Texti: Kristinn Óli S. Haraldsson
Katla Vígdís.RÚV

Séns með þér

  • Flytjendur: Hanna Mia and The Astrotourists
  • Lag: Hanna Mia Brekkan & Sakaris Emil Joensen
  • Texti: Nína Richter
Hanna Mia and The Astrotourists.RÚV

Tengdar fréttir

Öllum lögum Söngva­keppninnar lekið

Öllum lögum sem teflt verður fram í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur verið lekið á netið. Til stóð að afhjúpa lög og keppendur í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×