Menning

Höfundur Skógar­dýrsins Húgó er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Flemming Quist Møller starfaði einnig sem tónlistarmaður, leikari og leikstjóri.
Flemming Quist Møller starfaði einnig sem tónlistarmaður, leikari og leikstjóri. DFI

Danski höfundurinn og teiknarinn Flemming Quist Møller, skapari Skógardýrsins Húgó og Mýflugunnar Egons, lést í gær, 79 ára að aldri.

Sonur Quist Møller segir að hann hafi fengið blóðtappa í hjarta fyrir um viku síðan og svo andast um miðjan dag í gær, að því er segir í frétt DR.

Quist Møller var afkastamikill barnabókahöfundur, en Íslendingar kannast líklega helst við bækurnar um Skógardýrið Húgó sem birtist fyrst í bók árið 1993 og voru þýddar yfir á íslensku, auk þess sem sjónvarpsþættir um Húgó nutu sömuleiðis mikilla vinsælda.

Quist Møller starfaði einnig sem tónlistarmaður, leikari og leikstjóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×